Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

fimmtudagur, september 16, 2004

Sagan af Jóni Hor og Kalla Kvenska.

"Þögn!" Hrópaði sýslumaðurinn og barði í borðið. Yfirheyrslunnar voru að fara í hundanna. Hláturinn sauð niðri í vitnunum og skrifaranum. Sjálfur var Sýslumaðurinn orðinn rauður og þrútinn í framan. Hann tók af sér borðalagða einkennishúfuna og lagði hana öfuga á borðið og þurrkaði svitann framan úr sér með stórum rauðum vasaklút. Eftir að hafa slokrað í sig fullu vatnsglasi, spurði hann enn á ný með vonleysi og þreytu í röddinni. " Jón Jónsson ég áminni þig að svara skýrt og skilmerkilega, stalstu flöskunni, eða stalstu henni ekki?"

-"Ég var að segja....."-"Standið upp meðan þér talið maður!", hrópaði Sýslumaður- "já, já, guðvelkomið", sagði litli granni maðurinn sem verið var að yfirheyra. –"eins og ég var að segja æruverðugum sýslumanninum, þá veit ég það ekki!" –"Endurtakið söguna, sagði Sýslumaður".-"Já já, sko! Ég fór utan úr Höfn um dagmálin, já án þess að bragða vott né þurrt".-"Hvaða erindi áttirðu hingað?" spurði sýsli. –"Ja sko, erindið var nú bara að heimsækja hann Jón minn í Móhúsum, en þegar ég kom út í Bakkabúð voru þar nokkrir slánar. Ég þekkti suma en suma ekki. Þeir voru að mana hvern annan að slengja út fyrir pott brennivíns og ganga síðan austur að Garðbæ og aftur til baka út að búð. Sá sem kæmist út að búð átti að fá vínið gratís, en sá sem kæmist aftur til baka ætti að fá annan pott í premíu. Nú ég sagði sí sona, það sakar ekki að reyna. Það er sko ekki á hverjum degi að maður getur unnið sér inn pott brennivíns, sýslumaður góður, eða jafnvel tvo, svo ég bauð mig fram, ef þeir lofuðu að betala eftir skilmálunum. Þarna var Kalli-Kvenski, nýji ráðsmaðurinn á Stokkseyri. Hann fór að grínast og sagði að svona tyrðill eins og ég þyldi ekki að þefa að víni, hvað þá að slengja út pott. Ég sagði að þó hann væri stór og feitur og þyldi mikið, þá væri ég viss um að stóra nautið í Laugardælum, þyldi meira en hann.

Efnisorð: , ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home