Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

sunnudagur, september 19, 2010

Mörg eru þau ör sem vöndur skildi

Við Lefolii verslun starfaði eitt sinn búðarþjónn Bjarni Siggeirsson að nafni, og þótti stundum illur viðskiptis, rauk á menn og slóst við þá ef honum sýndist svo, eða geðjaðist ekki að þeim sem áttu erindi í verslunina. Á þessum árum var að alast upp á Bakkanum hjá föðurbróðir sínum Birni Vernharðssyni í Garðbæ drengur að nafni Björn Kristjánsson er síðar var ráðherra. Hinn 5.apríl 1871 þá Björn er 13 ára er hann kallaður á fund Bjarna búðarþjóns. -Bjarni hafði áður lent í slagsmálum við mann sem hann að einhverjum ástæðum vildi meina viðskipta í versluninni, en í átökunum misst úrið og úrkeðjuna og týnst hvort tveggja. Björn fór út í búð að áeggjan leikfélaga síns Jakops Jónssonar til að finna úrið fyrir Bjarna en egi fanst það og fóru þeir heim við svo búið-.
Þegar Björn mætir til fundar við Bjarna heimtar hann af honum úrið og segir að Jakop hafi tjáð sér að hann hafi tekið það. Björn neitar því og tekur Bjarni hann þá steinbítstaki og kastar út úr búðinni og fékk hann æ síðan svipaðar viðtökur ef hann vogaði sér í búðina.

Gerist svo ekkert í málinu fyrr en 5. ágúst 1872 að sýslumaður Þorsteinn Jónsson ríður með miklum þjósti inn í bæinn og hefur þegar réttarhald yfir drengnum í Assistentshúsi. Sýslumaður las upp réttarpróf yfir Birni og Jakop sem nú lagðist veikur en kenndi þó enn Birni um “úrstuldinn”að sagt var. Sýslumaður reyndi því ítrekað að kalla fram játningu af Birni. Þegar ekki gekk með góðu, tók hann barnið afsíðis þar sem réttarvottarnir sáu ekki til og hóf að tukta drenginn með barsmíðum og kjaftshöggum, en Björn játti ekki þó væri grátandi og sár. Þá kemur amma Björns, Sigríður Bjarnadóttir í Assistentshús og skerst í leikinn með því að húðskamma sýslumann fyrir ólöglega meðferð á barninu og féllust þá sýslumanni hendur. Réttarhaldinu lauk síðan í viðurvist réttarvotta.

Hinn 30. oktober 1872 fékk sýslumaðurinn í Árnessýslu skilaboð frá starfsbróður sínum í Rángárvallasýslu H.E, Johnsson að maður úr sýslunni Guðmundur Runólfsson þá 19 ára hafi fundið úrið sama dag og það hvarf fyrir utan verslunina nokkuð skemmt og fylgdi úrið með til sýslumannsins í Árnessýslu. Lyktir málsins urðu því að Björn var sýknaður, en hvorugur þeirra sýslumaðurinn eða Bjarni höfðu fyrir því að biðja drenginn afsökunar á illri meðferð þeirra á honum.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home