Katthóll
Skammt norðaustur af Einarshafnarhverfi er hólkorn nokkurt sem nefnist Katthóll og þar við lítil tjörn eða dæl.
Þegar ég var barn að aldri var ég varaður við því að ólátast þar nærri, en á þessum slóðum var leiksvæði barna og unglinga úr Skúmstaða og Einarshafnahverfum á vetrum þegar allt var ísi lagt.
Það var trú manna að í hólnum byggju álfar og var sú sögn gömul. Til marks um það heyrði ég eftirfarandi sögur:
Þegar Jón Ormson og kona hans Kristín Jónsdóttir bjuggu í Norðurkoti (bær í Skúmstaðarhverfi) voru eldri bræðurnir þeir Jón og Jakop að vaxa úr grasi og þóttu þeir nokkuð fyrirferðamiklir og uppátækjasamir með eindæmum. Kom þar að þeir fóru að gera rask í hólnum og nágreni hans. Rífa upp grjót og velta til svo hóllinn varð vart svipur hjá sjón.
Nótt eina dreymir Kristínu móður þeirra að til sín komi álfkona og biður hana að hlutast til um að drengirnir hætti þessu raski á hólnum og heimili álfana en ekki fylgir það sögunni hvort Kristín hafi orðið við þessari ósk álfkonunnar, því bræðurnir héldu áfram framkvæmdum sínum á hólnum sem fyrr.
Aftur dreymir Kristínu álfkonuna og var hún nú mjög reið að henni þótti og sagði álfkonan að illt myndi af hljótast ef svo héldi fram sem áður. Kristín lætur nú ekki hjá líða að verða við beðni álfkonunnar og daginn eftir eru strákarnir teknir til bæna og hótar þeim öllu illu ef þeir ekki hlíddu og létu hólin í friði. Bræðurnir sáu sitt vænsta og létu hólinn í friði upp frá því og urðu síðar hinir nýtustu menn.
Í öðrum Norðurbænum var húsmóðirin einu sinni sem oftar að baka flatkökur. Verður hún þá vör við að drengur nokkur stendur í eldhúsdyrunum. Ekki bar hún kennsl á hann og ekki sagði hann orð en það sá hún að hann langaði í köku sem hún þá færði honum og tók hann þegjandi við og hvarf síðan. Náði hún ekki að spyrja hann neins sem hún ætlaði. Reyndi hún að grenslast fyrir um dreng þennan en enginn kannaðist við lýsingu drengsinns og þar sem þetta var að vetrarlagi gat ekki verið um ferðapilt að ræða.
Þegar Eyrarbakkakirkja var vígð 14.des. 1890 kom drengur inn á kirkjugólfið en tók sér ekki sæti heldur stóð þar litla stund. Enginn sem í kirkjunni var kannaðist við piltinn sem hvarf á braut eftir skamma viðdvöl en það var hald manna að drengur þessi væri sá sami og kökuna fékk í Norðurbæ nokkru fyrr og varð það trú manna að hann væri álfabarn úr katthól.
Þegar ég var barn að aldri var ég varaður við því að ólátast þar nærri, en á þessum slóðum var leiksvæði barna og unglinga úr Skúmstaða og Einarshafnahverfum á vetrum þegar allt var ísi lagt.
Það var trú manna að í hólnum byggju álfar og var sú sögn gömul. Til marks um það heyrði ég eftirfarandi sögur:
Þegar Jón Ormson og kona hans Kristín Jónsdóttir bjuggu í Norðurkoti (bær í Skúmstaðarhverfi) voru eldri bræðurnir þeir Jón og Jakop að vaxa úr grasi og þóttu þeir nokkuð fyrirferðamiklir og uppátækjasamir með eindæmum. Kom þar að þeir fóru að gera rask í hólnum og nágreni hans. Rífa upp grjót og velta til svo hóllinn varð vart svipur hjá sjón.
Nótt eina dreymir Kristínu móður þeirra að til sín komi álfkona og biður hana að hlutast til um að drengirnir hætti þessu raski á hólnum og heimili álfana en ekki fylgir það sögunni hvort Kristín hafi orðið við þessari ósk álfkonunnar, því bræðurnir héldu áfram framkvæmdum sínum á hólnum sem fyrr.
Aftur dreymir Kristínu álfkonuna og var hún nú mjög reið að henni þótti og sagði álfkonan að illt myndi af hljótast ef svo héldi fram sem áður. Kristín lætur nú ekki hjá líða að verða við beðni álfkonunnar og daginn eftir eru strákarnir teknir til bæna og hótar þeim öllu illu ef þeir ekki hlíddu og létu hólin í friði. Bræðurnir sáu sitt vænsta og létu hólinn í friði upp frá því og urðu síðar hinir nýtustu menn.
Í öðrum Norðurbænum var húsmóðirin einu sinni sem oftar að baka flatkökur. Verður hún þá vör við að drengur nokkur stendur í eldhúsdyrunum. Ekki bar hún kennsl á hann og ekki sagði hann orð en það sá hún að hann langaði í köku sem hún þá færði honum og tók hann þegjandi við og hvarf síðan. Náði hún ekki að spyrja hann neins sem hún ætlaði. Reyndi hún að grenslast fyrir um dreng þennan en enginn kannaðist við lýsingu drengsinns og þar sem þetta var að vetrarlagi gat ekki verið um ferðapilt að ræða.
Þegar Eyrarbakkakirkja var vígð 14.des. 1890 kom drengur inn á kirkjugólfið en tók sér ekki sæti heldur stóð þar litla stund. Enginn sem í kirkjunni var kannaðist við piltinn sem hvarf á braut eftir skamma viðdvöl en það var hald manna að drengur þessi væri sá sami og kökuna fékk í Norðurbæ nokkru fyrr og varð það trú manna að hann væri álfabarn úr katthól.
Flóð er víð Katthól sem ekki mátti slá. Það var talið vera eign huldufólksins í Katthóli og átti illt af að hljótast ef það væri slegið. Þegar Jón Stefánsson bjó á Skúmstöðum á ofanverðri 19. öld áraði illa eitt sumarið og varð heyskapur rýr. Freistaðist Jón þá til að slá Katthólsflóðið enda virtist um væna tuggu þar að hafa.
Bar svo ekki til tíðinda fyrr en farið var að gefa heyið þá um veturinn. Jón átti þrjár vænar mjólkurkýr og fengu þær heyið úr Katthólsflóðinu. Brá þá svo við að þær veiktust allar og misstu nytina. Hjöruðu þær svo veturinn en um sumarið voru þær svo fótaveikar að þær gátu ekki fylgt öðrum kúm í haga og voru því hafðar á beit við Bárðarbrú allt það sumar. En af Jóni er það að segja að aldrei lét hann freistast til að slá flóðið eftir þetta .
(sögumaður var Guðmundur Andrésson á Skúmstöðum f. 1903 og hafði eftir móður sinni f.1862. sögurnar gerast um 1870-90.
Skráðar 1967 S.And.)
Bar svo ekki til tíðinda fyrr en farið var að gefa heyið þá um veturinn. Jón átti þrjár vænar mjólkurkýr og fengu þær heyið úr Katthólsflóðinu. Brá þá svo við að þær veiktust allar og misstu nytina. Hjöruðu þær svo veturinn en um sumarið voru þær svo fótaveikar að þær gátu ekki fylgt öðrum kúm í haga og voru því hafðar á beit við Bárðarbrú allt það sumar. En af Jóni er það að segja að aldrei lét hann freistast til að slá flóðið eftir þetta .
(sögumaður var Guðmundur Andrésson á Skúmstöðum f. 1903 og hafði eftir móður sinni f.1862. sögurnar gerast um 1870-90.
Skráðar 1967 S.And.)
Efnisorð: Sögur Sigurðar
1 Comments:
Krístin Jónsdóttir sem hér um getur frá Norðurkoti á Eyrarbakka dó háöldruð 15.ágúst 1911. Hafði hún þá búið lengi ein í kofa sínum og þótti einkennileg um margt,en trúkona var hún mikil.
Skrifa ummæli
<< Home