Mikligarður
Nú er verið að endurbyggja Miklagarð á Eyrarbakka sem verður í framtíðinni nýtt sem veitingahús og menningasetur. Þetta framtak mun væntanlega lyfta þorpinu á hærri stall sem ferðamannastaður þar sem bæði nútíma Íslendingum og erlendum ferðamönnum gefst tækifæri til að kynnast strandmenningu og þorpsbúum þar sem saman fléttast forn menning og nútíma lífshættir.
Mikligarður var byggður sem verslunarhús árið 1919 af Guðmundu Níelsen Tónskáldi og verslunarkonu og rak hún verslun í Miklagarði um nokkura ára skeið. Guðmunda var ættuð úr Húsinu á Eyrarbakka og nam verslunarrekstur hjá Lefolii-versluninni. Hampiðjan setti á stofn netagerð í Miklagarði árið 1942 sem rekin var um nokkura áratuga skeið og var þá jafnframt byggð önnur hæð ofan á húsið. Eftir 1960 var rekin plastiðja í byggingunni og þá var reist skemma áföst húsinu sem nú hefur verið rifin. Eftir að plastiðjan var flutt á Selfoss 1986 hafði Alpan hf. nýtt húsnæðið sem vörugeymslu,en síðustu ár hefur byggingin staðið auð og óupphituð.
Mikligarður komst í eigu Eyrarbakkahrepps eftir að hreppurinn og Alpan hf. höfðu makaskipti á eignum,en Alpan tók þá við stórri skemmu sem var í eigu hreppsinns. Við sameiningu sveitarfélaganna færðist Mikligarður til Árborgar en nú hefur hlutafélagið Búðarstígur 4 ehf eignast húsið með því skilyrði að gera það upp. Mikligarður telur kjallara og tvær hæðir og er 250 fermetrar að grunnflatarmáli
Stjórnarformaður Búðarstígs 4 ehf er Ari Björn Thorarensen en byggingastjóri er Haraldur Ólason byggingameistari.
Efnisorð: Fróðleikur, Gamlar fréttir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home