Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

þriðjudagur, ágúst 10, 2010

Svo far nú veröld vel

Þegar einn af Kambránsmönnum Sigurður Gottvinsson var í gæslu á Óseyrarnesi eftir tvenn strok var hann geymdur í járnum í sérstöku trébúri. Þegar veður var gott fékk hann að fara út að viðra sig litla stund.
Eitt sinn er svo bar við, sá hann velmerktarmann ríða vestur í ferjustað í Óseyri og reið hann illa hesti þeim sem Sigurður hafði átt en kaupmaður keypt á uppoði sem fram hafði farið á eignum hans. þá sást hann vikna og tár hrukku af hvörmum í það eina sinn í vistinni er hann gekk aftur til kompu sinnar og sagði "Svo far nú veröld vel".

En dómari hans Þórður Sveinbjörnsson Sýslumaður í Árnessýslu sagði við annað tækifæri, er sumum þeim sem í sakamálin flæktust var beðið vægðar við dómsransókn á Kambránsmálinu " Réttvísinni fullnægist og heimurinn fari fjandans til".

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home