Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

laugardagur, mars 19, 2011

Ábúendur jarða á Eyrarbakka

Nes, Ferjunes, Óseyrarnes.
Loptur Gunnarsson og oddný Þorsteinsdóttir fyrir 1600.
Jón Þorbjörnsson ferjumaður 1636
Magnús Arnórsson 1663
Eydís Halldórsdóttir ekkja Magnúsar 1681 og Þorsteinn Guðmundsson.
Guðmundur Finnbogason stórbóndi til 1731
Jón ferjumaður Álfsson frá Mundakoti og Margrét Guðmundsdóttir Finnbogasonar 1735.
Jón Gissurarson og Þuríður Bjarnadóttir til 1735.
Jón Þorláksson frá Hrauni til 1750.
Helgi einbúi Ólafsson til 1756.
Bjarni Pálsson til 1757.
Jón Ketilsson frá Hraungerði og Halldóra Jónsdóttir til 1773.
Jón Klemensson hreppstjóri 1773.
Hannes Jónsson Klemenssonar og Guðný Nikulásardóttir til 1782.
Ólafur Jónsson Klemenssonar og Ólöf Gísladóttir til 1789.
Gunnar Þórðarson 1785.
Gunnar Gamalíelson frá Stokkseyri til 1791.
Lars Kristiensen verslunarþjónn til 1794. Keypti jörðina 1788.
Inger Margrét Pétursdóttir ekkja Lars til 1795, seldi jörðina upp í skuld.
Jón Snorrason hreppstjóri til 1801. Keypti Nes og Drepstokk. (Refstokk) 1795.
Símon Eyjólfsonar sterka til 1804.
Sveinbjörn Egilsson 1804.
Bjarni Bjarnason hreppstjóri 1807.
Árni Þorvaldsson hreppstjóri 1809.
Marteinn Vigfússon til 1818.
Jón formaður Símonarsson Eyjólfssonar sterka og Guðrún Snorradóttir til 1831.
Guðmunndur hreppstjórasonur Jónsson og Margrét ekkja Haganesdóttir beykis til 1843.
Jón hreppstjórasonur Jónsson og s.k. Guðrún Guðmundsdóttir til 1860. (Guðrún lét hún gera afar vandaða jarðbaðstofu í Nesi, þiljaða með fjalagólfi og glergluggum. Nes þá tvíbýlt)
Bjarni Hannesson til 1870. Álfur Jónsson 1855.
Þorkell Jónsson og Sigríður Jónsdóttur ríka til 1892. Grímur í Nesi Gíslason og Elín Bjarnadóttir hreppstjóra til 1896. Grímur var stórbóndi og formaður í Þorlákshöfn. Byggði hann timburhús á jörðinni 1890. Voru þeir sambýlingar Þorkell og Grímur taldir ríkastir í hreppnum, en þeir áttu samanlagt yfir 200 fjár.
Þorkell Þorkellssonar í Nesi og Sigríður Grímsdóttir í Nesi 1896. Páll Grímssonar í Nesi til 1898.
Gísli Gíslason silfursmiður og fv. landpóstur og Margrét Sigurðardóttir til 1906.
Eiríkur Jónsson frá Hlíð í Skaptártungu og Margrét Siguðardóttir, (nafna og systir konu Gísla.) til 1906.
Guðmundur Guðmundsson og Jónína Jónsdóttir til 1909, þá einbýlt í Nesi.
Vilhjálmur Gíslason og Guðbjörg Jónsdóttir til 1919. (Vilhjálmur var frá Stóra Hofi á Rángárvöllum)
Ísleifur Bergsteinsson og Guðný Sigurðardóttir til 1924. (Komu úr Krísuvík)
Sigfús Vigfússon og Gróa Gestsdóttir til 1925.
Guðni Jónsson og Margrét Brynjólfsdóttir til 1931 og voru þau síðustu ábúendur að Nesi.
Nes var reisulegur bær sem beið þess hlutskiptis að verða rifinn.


Drepstokkur
Herjólfur Bárðarsson landnámsmaður og Þorgerður 985. Hélt síðan til Grænlands. Sonur þeirra Bjarni sæfari var sá sem fann Ameríku fyrstur norænna manna. Ekki er vitað um næstu ábúendur.
Jörundur bóndi um 1200 en síðan er ekkert vitað af ábúendum um tíma.
Brynjólfur Sveinbjörnsson 1635.
Þórður Hallsson 1681. (Hét þá Refstokkur)
Magnús Guðmundsson og Katrín Þorsteinsdóttir til 1704. (Hét þá Rekstokkur) barn þeirra Auðbjörg 2ja ára druknaði i Ósnum 1704.
Guðmundur Finnbogason og Ástríður Erlendsdóttir til 1730. (voru áður í Nesi)
Ástríður ekkja Erlendsdóttir 1735 eða lengur.
Páll Þórðarsson og Svanhildur Bjarnadóttir 1735- 1747, talin ráðsmaður Ástríðar.
Svanhildur ekkja til 1749.
Þorvaldur hreppstjóri Bergsson hreppstjóra í Brattholti og Svanhildur Bjarnadóttir áðurnefnd, til 1773
Þórður Pálsson Svanhildarson og Guðlaug Jónsdóttir til1799. Drepstokkur fór illa í Básendaflóðinu 1799 og var jörðin þá sameinuð Nesi.

Einarshöfn
Ekkert er vitað um ábúendur fram á 16.öld.
Arnór Eyjólfsson í Arnarbæli hafði afnot af jörðinni 1547 þá undir biskupsstól.
Jörðin fór illa í stóraflóði 1653 og voru bæir og verslunarhús flutt á Skúmstaðahorn þar sem byggð fer fljótt í einn hrærigraut. (þ.e. þorp)
Erlendur Halldórsson og Margrét Sigurðardóttir 1667 í Einarshöfn eystri.
Jón Ormsson 1/3 1681. Kári Jónsson og Jón Kárason 1/3 til 1684.
Eftir 1703 eru þrír ábúendur í Einarshöfn.
I. Sigurður Jónsson og Ingunn Brynjólfsdóttir. II. Steinun Guðmundsdóttir ekkja J.K. III. Óttar Jónsson og Guðrún Þorsteinsdóttir.
Klemens skipasmiður Jónsson frá V-Íragerði og Guðný Jónsdóttir til 1747.
Guðný jónsdóttir ekkja K.J. til 1750.
Felix hreppstjóri Klemensson til 1775. varð gjaldþrota.
Jens Lassen kaupmaður til 1769.
Þórólfur Ingimundarsson til 1786. Vigfús Álfsson, Þórunn Bjarnadóttir, Þóra Simonardóttir á sama tíma.
Diðrik Kristján Petersen kaupmaður 1793.
Gunnar Gamalíelson í Nesi talinn hafa ábúð um tíma.
Jón Gunnarsson Gamalielssonar og Guðrún Gísladóttir til 1839.
Bjarni Guðmundsson um 1817.
Lambert Lambertsen verslunarstjóri og Birgitta María Guðmundsdóttir til 1847.
Guðmundur Sigurðsson og Guðríður Bjarnadóttir um 1827.
Birgitta María Guðmundsdóttir (þá ekkja) til 1857.
Einar Jónsson og Guðríður Bjarnadóttir fyrrnefnds Guðmundssonar til 1834.
Benedikt Bjarnason til 1834. Búið var selt.
Jón Jónsson og Þórunn Jónsdóttir til 1848.
Gísli Jónsson og Ragnheiður ljósmóðir Benediktsdóttir til 1862.
Guðmundur Steinsson og Guðríður Þórðardóttir til 1862.
Ormur smiður Helgason og Sesselja Nikulásdóttir til 1855.
Jón Magnússon og Guðrún Þorsteinsdóttir um 1840.
Teitur lóðs Helgason Ólafssonar og Sigríður Sigurðardóttir frá Hrauni Ölfusi til 1869.
Peter Duus verslunarstjóri til 1849.
Björn Jónsson prestur og Sólveig Markúsdóttir 1859-1866) (Prestshúsið)
Ólafur lóðs Teitsson og Sigríður Hannesdóttir frá Litlu Háeyri til 1891.
Gísli Jónsson gamli 1887. Búið var selt eftir hans dag. Jón Jónsson formaður á Stokkseyri fékk þá ábúðarleyfi.
Gestur Ormsson smiðs Helgasonar og Sesselja Illugadóttir til 1901.
Jakop Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir til 1931. (Þau byggðu Jakopsbæinn, en þar var áður lítið eldhús sem þau keyptu af Lefoliiverslun á 7 krónur.) Jón Jakopsson og Jakopína Jakopsdóttir eftir þau.
Steinn skipasmiður Guðmundsson og Sólveig Árnadóttir til 1917 (Þau byggðu Steinsbæ við hlið eldri samnefns bæjar). Guðmundur Steinsson eftir hann.
Þá hafði Landsbankinn eignast jörðina alla og leigði út parta og síðan Eyrarbakkahreppur.

Skúmstaðir
Ekki er vitað um ábúendur fyrr en á 16. öld þegar Skálholtsstóll yfirtók jörðina, en byggð hefur verið þar frá ómunatíð.
Oddur Grímsson og Gyðríður Gestsdóttir um 1540. (Magnús Sveinbjörnsson samtímis)
Þórður Ormsson 1616-1617.
Jón Guðnýjarson (Guðný dóttir hans) 1621.
Sveinbjörn Geirmundsson og Ingunn Gísladóttir til1635. (Ingunn var áður í tygjum við Kvæða-Eyjólf. Sveinbjörn leyfði flutning Einarshafnarbæja á Skúmstaði.)
Ormur Jónsson og Guðrún Sveinbjarnardóttir til 1665. (á hálfri jörðinni)
Árni Pálsson og Ásta Sigurðardóttir til 1678. Árni naut vinfengis við Skálholtsbiskupa þá Brynjólf og þórð og hafði umboð þeirra fyrir öllum reka á Eyrarbakka og víðar.
Bjarni Árnason og Valgerður Eyjólfsdóttir til 1704. Bjarni var einnig í vinfengi við þá biskupa Brynjólf og þórð og hlaut mikil völd.
Gottskálk Oddson var þar einnig um 1681 og hafði þar byggingaleyfi.
Jón Ormsson og Guðrúnar og Ástríður Snorradóttir á svipuðum tíma.
Ástríður Snorradóttir ekkja til 1688. (Þá ráðstafar biskup hennar parti.)
Sigurður lóðs Jónsson fékk byggingabréf á Skúmstöðum þetta ár.
Guðmundur Lafranzson og Guðrún Eyjólfsdóttir um 1703. (hjá Garðinum-hjáleiga) Þá eru í Skúmstaðaþorpinu 30 kýr. (Háeyrarhverfi 41 kýr á sama tíma)
Valgerður Eyjólfsdóttir ekkja til 1714. (afsalar þá ábúð til Bjarna Jónssonar)
Bjarni Jónsson og Þórdís Snorradóttir til 1747.
Tómas smiður Þorsteinsson og Þórdís Bjarnadóttir um 1754, en þá verður hún ekkja. (Tómas gerði út áttæring og hús hans þóttu í meira lagi.)
Magnús hreppstjóri Bjarnason Jónssonar til 1781. Hann hafði 11 hjáleigumenn, 13 húsmenn, en undir hans stjórn samtals 153 menn.(59 á Skúmstöðum, 8 í Einarshöfn og 85 á Háeyri)
(Á árunum 1748-1773 höfði nokkrir afnot af jarðarpörtum:
Sigríður Álfsdóttir, Filippus Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Jens Lassen kaupmaður Húsinu, Brynjólfur Klemensson, Símon Eyjólfssonar sterka, Haagen verslunarmaður.)
Húsið: D.KR. Petersen kaupmaður 1788-1795 eða lengur. (Hann hafði tvo róðrabáta og 20 manns í heimili, og talsvert bú.)
Haagen Möller beykir og Hallgerður Jónsdóttir til 1804. (Þau missi nær aleiguna í flóðinu mikla 1799) Gunnar Jónsson er á Skúmstöðum samtímis.
Kristján Berger verslunarþjónn og Jarþrúður Magnúsdóttir samtímis.(og síðar í Garðinum)
Jón lóðs Bjarnason frá 1793. (Byggði laglegan bæ á Skúmstöðum)
Bjarni hreppstjóri Jónssonar lóðs til 1804 ásamt Kristjáni Berger og Haagen Möller.
Húsið : Einar Hannsen kaupmaður til 1817. (talinn ríkastur Eyrbakkinga 1798)
Maddama Pedersen 1815.
Húsið: Níls Lambertsen kaupmaður og Birgitta Guðmundsdóttir til 1822 (hafði talsvert bú. 1 mann á Skúmstöðum, 5 kýr, 159 fjár, og 13 hross. Að auki 4 róðraskip átta og tíuæringa og 2 báta fjögra og sex æringa) Kálgarður var, eins og við flesta bæi og hús. (Ekki þótti Nils vel liðinn.)
Fr. Kr. Hólm verslunarþjónn til 1819.
Birgitta Guðmundsdóttir ekkja á Skúmstöðum til 1827.
Filippus Þorkellsson og Guðný Teitsdóttir til 1855.
Ólafur Nikulásson og Ingibjörg (laundóttir Sveins Sigurðarsonar verslunarstjóra) til 1847
Þorleifur Kolbeinsson 1826, síðar Háeyri.
Erlendur Jónsson húsmaður og Guðrún Guðmundsdóttir 1829.
Teitur lóðs Helgason og Sigríður Sigurðardóttir 1826-1834, einnig í Einarshöfn.
Sigurður sakamaður Jónsson 1838. (Bú hans stórt og mikið gert upptækt.)
Húsið: Lambert kaupmaður Lambertsson kaupmanns um 1833. (10 manns í heimili og talsvert bú í Garðinum, sem var hluti af Skúmstaðatorfunni)
Sigurður Sívertsen verslunarstjóri á svipuðum tíma. (var einnig með stórt bú í Garðinum)
Þá voru einnig með jarðaafnot, Oddur Halldórsson og Einar Loftsson,
Vigfús Helgason og Sigríður eldri Brynjólfsdóttir til 1867.
Oddur Snorrason frá Gaulverjabæ og bústýra Soffía Friðfinnsdóttir 1846.
Jón Jónsson frá Vindheimum Ölf. og Guðrún Jónsdóttir 1844-1871. (kv. síðar Guðríði ekkju Bjarnadóttur frá Háeyri) Lítið bú.
Jón Jónsson frá Stk. og Ragnheiður Vernharðsdóttir til 1871. Lítið bú.
Brynjólfur Bjarnason og Sigríður Eiríksdóttir prestsekkja um 1857.
Teitur Teitssonar í Einarshöfn Helgasonar og Hólmfríður Vernharðsdóttir um 1866 og síðar í Einarshöfn. Fóru til Ameríku 1873.
Sigríður Brynjólfsdóttir ekkja Vigfúsar um 1873.
Gísli Einarsson frá Hólum og Guðný Jónsdóttir um 1869.
Jón Ormssonar í Einarshöfn til 1879. (forfaðir Norðurkots-fólksinns)
Jón snikkari Þórhallsson frá Vogsósum og þórunn Gísladóttir um 1870, þó ekki talinn hafa ábúð.
Magnús lóðs Ormssonar í Einarshöfn og Gróa Jónsdóttir um 1871.
Jón Stefánsson og Sigríður Vigfúsdóttir til 1875.
Húsið: Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri. Hélt Skúmstaði alla til 1897.
Húsið: Pétur Níelsen, verslunarstjóri hélt Skúmstaði til 1910.
J.A. Lefolii stórkaupmaður telst skrifaður fyrir Skúmstaða og Einarshafnarjörðum 1911. en er ekki búandi hér.
Húsið: Jens D Nielsen verslunarstjóri til 1919.
Guðmundur Guðmundsson kaupfélagsstjóri og Ragnheiður Björgvnsdóttir 1926 í Garði.
Þorleifur þingmaður Guðmundsson frá Háeyri og Hansína Sigurðardóttir í Garði til 1930. Þá voru Skúmstaðir komnir undir landsbankann.
Jón Íshúsvörður Stefánsson og Hansína Jóhannsdóttir nutu einhvers afraksturs af landinu í tíð Kaupfélags Árnesinga. Jörðin féll síðan undir Eyrarbakkahrepp.

Háeyri
Háeyri er ekki talin til landnámsjarða en löngum bændaeign a.m.k fyrir 1200. Ábúð er þó óþekkt fram undir miðja 16. öld. En um jörðina deildu konungur og Ögmundur biskup fyrir 1540. Líklegt þykir að Gissur biskup hafi haft ítök á Háeyri skamma hríð um 1545.
Eyjólfur sýslumaður á Dal á jörðina 1558 og gefur hana til arfs handa Ísleifi syni sínum.
Jón ríki Vigfússon sýslumaður í Rángárvallasýslu á jörðina á 17. öld og síðan dóttir hans Hólmfríður, er hún gefur manni sínum sr. Sigurði officialis Oddsyni biskup og gengur síðan að erfðum til Sigurðar Oddsonar, þá ekkju hans Sigríðar Hákonardóttur 1708, þá sonar þeirra Odds lögmanns er varð að láta jörðina upp í sáttagjörð til Fuhrmanns amtmanns vegna mála sem urðu á milli Odds og Guðmundar ríka í Brokey sem arfleiddi amtmann að öllu sínu jarðargóssi.
Sigurður Sigurðarson landsþingsskrifari og jarðagósseri á jörðina 1780 og erfist hún til Jórunnar dóttur hans, þá hennar son sr. Sigurður Thorarensen í Hraungerði og er þá seld Þorleifi Kolbeinssyni ríka 1865 að hálfu, en hinn hlutann kaupir Þorleifur af Höllu ekkju Sigurðar Sívertsens á Stóra-Hrauni 1872. Þá erfist jörðin til Sigríðar Þorleifsdóttur (og Guðmundur Ísleifssonar manns hennar). Þegar Ísleifi þraut fé vegna verslunaróhappa var jörðin seld á uppboði 1893 og var sleginn Jóni Sveinbjörnssyni bónda á Bíldsfelli og frátekinn túnblettur sleginn sr. Ólafi Helgasyni á Stóra-Hrauni. Jörðin varð síðan ríkiseign og féll svo undir Eyrarbakkahrepp.

Ábúendur:
Geirmundur Jónsson með ábúðarleyfi 1573.
Filippus launssonur Teits Björnssonar prófasts og Kristín Guðmundsdóttir 1618-1627.
Rannveig (mjóva) Jónsdóttir sýslumanns til 1654. Nafntoguð, stundaði útgerð áttærings frá Eyrarbakka og hálft skip átti í Þorlákshöfn. Rannveig var aldrei við karlmann kennd. Spónnýtt skip hennar áttæringur fórst á Eyrarbakka í jómfrúarferð 2. febrúar 1653 með allri áhöfn 9 menn og urðu þá 20 börn föðurlaus. Rannveig lést næsta vetur og gekk arfur til systra hennar.
Benedikt Þorleifsson og Halldóra Sæmundsdóttir? (1654 Líklega)
Þorsteinn Eyjólfsson og sk. Svanhildur Sigurðardóttir til 1708. og Svanhildur ekkja til 1729.
Símon Björnsson 1730, þá í Simbakoti.
Snorri hreppstjóri Jónsson til 1759. Snorri var einnig höndlari með tóbak og vín og þótti okra.
Vernharður Jónsson 1750 til 1799. (Líklega part.)
Jón Jónsson og Svanhildur Jónsdóttir 1755 til 1789 (Líklega part.)
Magnús Bjarnason 1767 (Líklega part) Síðar á Hrauni.
Gunnar Gamalielsson 1785. (Einnig í Einarshöfn og Nesi)
Árni hreppstjóri Gamalielsson og Jón Gamalielsson til 1799.
Þorkell Jónsson skipasmiður og Valgerður Aradóttir frá Naustakoti til 1812. (Þorkell var áður í Simbakoti og síðar á Gamla Hrauni.)
Kristján Berger og Jarþrúður Magnúsdóttir til 1822. (Háeyri þá í eigu Jórunnar Sigurðardóttur, en Guðmundur Ögmundsson verslunarstjóri var umboðsmaður hennar)
Guðmundur Jónsson og Guðríður Bjarnadóttir til 1826. (Líklega ráðsmaður Jarþrúðar ekkju)
Guttormur Magnússon og Guðríður Jónsdóttir til 1838. (Líklega ráðsmaður Jarþrúðar ekkju í fyrstu, en hún dó 1834.)
Eyjólfur Björnsson hreppstjóri og Sigríður Jónsdóttir Kambránsmanns Geirmundssonar til 1840. (Eyjólfur flutti síðar að Hrauni í Ölfusi og var formaður í Þorlákshöfn. Þar var hann ekki við eina fjölina feldur og kom þar Málfríður Þórhallsdóttir við sögu.)
Gísli Björnsson hreppstjóri 1840.
Þorleifur ríki Kolbeinsson bóndi, kaupmaður, hreppstjóri og dannebromaður og Sigríður Jónsdóttir rokkasmiðs til 1875. (Fyrri kona Þorleifs var Guðleif Árnadóttir, en síðasta var Elín Þorsteinsdóttir frá Simbakoti. Jörðina keypti Þorleifur)
Guðmundur Ísleifsson hreppstjóri, kaupmaður og formaður og Sigríður Þorleifsdóttir til 1931.
Jörðin fellur síðan undir Eyrarbakkahrepp.

Stóra-Hraun (tilheyrði áður Framnesi, þá síðar hét Hraun)
Oddur Grímsson 1546-1562
Oddur Oddson lögréttumaður til 1581
Þórhallur Oddson um 1600
Katrín á Hrauni Þormóðsdóttir til 1656. (Maður hennar var Magnús Gíslason en hún talinn ekkja)
Benedikt Þorleifsson til 1681. (Þá Stóljörð Skálholts)
Helga Benediktsdóttir til 1708 (Maður hennar var sr.Þorlákur Bjarnason að Sokkseyri en hún hér ekkja)
Þorlákur lögréttumaður Bergsson (bróðurbarn Helgu) og Guðný Þórðardóttir til 1707.
Sigurður Bergsson, bróðir Þorláks á sama tíma. Guðný þá ekkja til 1712.
Brynjólfur Þórðarson lögréttumaður og Guðný Þórðardóttir til 1730 (Síðari maður hennar)
Jón Þorláksson Bergsonar til 1735.
Magnús Þórðarson (Hjáleigumaður) og Ingveldur Bjarnadóttir til 1755.
Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir 1740 til 1746. Ekki er víst að þau hafi setið mikið á jörðinni á þessum árum, en hjáleigjendur líklega haft samtíða, þá Filippus Gunnlaugsson, Björn Pálsson og Þorsteinn Pétursson.
Þórður Gunnarsson og Guðríður Pétursdóttir 1759 til 1773.
Steindór Finnsson biskups og Guðríður Gísladóttir til 1780.
Upp úr aldamótunum 1800 urðu til margar hjáleigur á jörðinni og ekki hægt að henda reiður á hverjir sátu á höfuðbóli og hverjir í hjáleigum þessa öld.
(Magnús Bjarnason og Halla Filippusdóttir til 1815. Keyptu jörðina 1788, en sátu þar fyrst til 1801 og svo tvö síðustu árin. Annars á Ásgautsstöðum. Magnús seldi Gamlahraun frá jörðinni ásamt Salthóli 1807. Afgangi jarðarinnar var síðan skipt milli erfingja 1815 og var seinni konu Magnúsar, Þóru Magnúsdóttir ánafnað Litla Hrauni, er hún sat til 1818 þá ekkja og seldi síðan kameráðinu- Þórði Guðmundsyni sýslumanni.)
Jón Snorrason 1801 til 1815, líklega hjáleigjandi. (Síðar á Ásgautsstöðum.)
Þórður Thorlacius sýslumaður 1813 til 1819. Líklega aðeins á hluta jarðarinnar.
Kristófer Jónsson 1818 til 1822. Líklega hjáleigjandi
Þuríður formaður Einarsdóttir frá stéttum 1821, líklega þar í rúmt ár í Kristofersbæ. (Fyrr í Götu og síðar í Grímsfjósum og víðar)
Jón Kambránsmaður Geirmundsson til 1823 (eitt ár í Kristofersbæ) Hann stundaði áður verslun í Noðurkoti sem nefnd var “Skánkaveldi” (Seldi reyktar hrossalappir)
Stefán Jónsson sjómaður og Hildur Magnúsdóttir garðyrkjukona frá 1823 til 1832. (Hildur þá ekkja, líklega hjáleigendur)
Jón drejari Jónssonar sýslumanns og Steinun Arngrímsdóttir 1831 (Líklega hjáleigjendur)
Jón Bjarnason 1832 (tók við af Hildi og var í eitt ár)
Þorleifur Kolbeinsson 1833 til 1841 (Læíklega hjáleigjandi, var síðar á Háeyri)
Eiríkur Guðmundsson samtíða Þorleifi.
Sigurður stútendt Sívertsen og Halla Jónsdóttir 1841 til 1864 (Halla var áður kona Jóns Kambránsmanns Geirmundssonar)
Kristján Jónsson og Salgerður Einarsdóttir (Systir Þuríðar formanns) 1844 (eitt ár og líklega hjáleigjendur)
Bjarni Magnússon og Guðbjörg Jónsdóttir kambránsmanns Geirmundssonar 1848 til 1857.
Þórarinn Árnason jarðyrkjumaður og Ingunn Magnúsdóttir alþingismanns Andréssonar 1864 til 1866. (Var þá jarðbaðstofan á Stóra hrauni endurbætt veglega.) Og Ingunn ekkja til 1868.(Ingunn flutti síðan til Reykjavíkur og hafði umsjá með geðsjúkling á heimili sínu (Jón Blöndal) sem læknaðist í vistinni, lærði trésmíði og flutti svo til Ameríku.)
Ari Símonarson frá Gamla Hrauni 1868 til 1890.
Gísli Gíslason hreppstjóri og Halldóra Jónsdóttir 1868-1893.
sr. Ólafur Helgason og Krístín Ísleifsdóttir frá Keldum. 1893 til 1904.
Krístín ekkja Ísleifsdóttir og sr. Gísli Skúlason til 1910. Síðan þar í nafni Gísla til 1915 er þau sleppa ábúðinni, en hafa búsetu þar til þau flytja í “Prestshúsið” í Einarshafnarhverfi 1938.
Árni Tómasson og Magnea Einarsdóttir til 1920.
Hálfdán Ólafsonar prests Helgasonar til 1928.
Þá verður jörðin ríkiseign og fellur undir fangelsið Litla-Hraun.

Efnisorð: ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home