Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

laugardagur, september 25, 2004

Sagan af Bjarna Eggerts.

Bjarni Eggertsson var oft ofurlítið kendur við uppskipunina og sáu vinnufélagar hans um að koma honum í lestina svo að sem minnst bæri á honum. Svo var eitt sinn verið að skipa upp sementi og sat Bjarni í lestinni og orti. Um kvöldið þegar vinnu lauk kom karl upp og hafði þá með sér umbúðir af sementspoka sem rifnað hafði við uppskipunina. Var pokinn allur út krotaður af vísum sem Bjarni hafði ort þar í lestinni yfir daginn og gerði hann ekki annað þann daginn.

Efnisorð: ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home