Sagan af Jóni-Borgara.
Jón-Borgari í Eyvakoti faðir Gísla þar var góður formaður. Eitt sinn er hann var gamall orðinn, reri hann hjá öðrum ungum formanni á Bakkanum. Eitt sinn lenda þeir í vonsku veðri og illum sjó. Þeir þurftu að berja allt á árum því engin voru seglin. Nú fór að gefa á bátinn og ungi formaðurinn gerðist nú órólegur og að lokum segir hann við Jón-Borgara "Heldurðu að þú setjist ekki hérna við stýrið Jón minn, hver veit nema ég launi þér með staupi þegar í land kemur". -"þú stendur þá við það" segir Jón og var þetta svo ákveðið og Jón tók við stýrinu. Brá nú svo við að ekki kom dropi í bátinn alla leið til lands. Er í land var komið segir Jón við formanninn unga "nú vil ég fá staupið og hafðu það stórt". Því er skemmst frá að segja að Jón fékk staupið og var það hálfpottur af brennivíni.
S.A.
Efnisorð: Skopsögur, Sögur Sigurðar
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home