Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Magnús-gamli og netaveiðin.

Netaveiði var tekinn upp á Eyrarbakka árið 1909 en í fyrstu urðu menn ekki á eitt sáttir um hvort leyfa skyldi þetta nýmæli í fiskveiðum hér, svo undarlegt sem það kann að hljóma nú til dags, en svo fór þó að lokum að netaveiði var almennt tekinn upp af Bakka-formönnum, enda góð mið skammt undan. þau hétu eftirfarandi nöfnum um aldamótin 1900:

Leirinn .Bæjarbrún .Háeyrarklettur. Nýjabæjarklettur .Þykkvahlíð. Óskverkin. Állinn. Steinskotshraun. Holukambur. Litla-Hraunshola .Hraunin Saman. Hraunsrif. Brúnirnar. Slakki. Þúfa. Hvarf. Hlíðin á Berg. Sund Fram.


Eitt sinn reri Magnús-gamli frá Nýjabæ á áttæringi sínum með nýjung þessa um borð og lagði netin skamt utan við Rifsós. Þegar farið var að vitja um þau næsta dag sagði Guðmundur Jónsson frá Gamla-Hrauni að allt væri “hvítt”níðrúr. Hljóp formaður þá úr skut og framá og kallaði um leið til Guðmundar “Snautaðu frá Gvendur, svo hvað ætli þú nú getir”! En þegar netin komu í ljós full af fiski, sagði Magnús-gamli.
”Tja,nú vildi ég vera tvítugur”!

Sig.and.

Efnisorð: ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home