Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

mánudagur, maí 16, 2005

Sagan af Jóni í Íshúsinu.

Saga þessi gerðist árið 1912 er Ásgeir Blöndal var læknir á Eyrarbakka. Hjá honum var um tíma vinnukona Helga að nafni. Hún var dóttir Jóns Árnasonar á Kaldbak. Þá bjuggu í Garðhúsum hjónin Karen Frímannsdóttir og Jón Íshúsvörður Sigurðssonar fangavarðar í Reykjavík. Frímann mun hafa verið dáin er þetta gerðist og móðir Karenar orðin karlæg hjá henni. Karen ól þríbura og á meðan hún lá á sæng eftir barnsburðinn, mun það hafa gerst einu sinni þegar Helga er að sækja í matinn í Íshúsið að samband hennar og Jóns hafi orðið svo náið að barnsgetnaður varð af.
Líður nú þar til Helga eignast stúlku hjá foreldum sínum á Kaldbak og kennir Jóni Sigurðssyni. Jón brást nú hinn versti við og þrætti fyrir stúlkuna. Nú var það ekki nýmæli að kvæntir menn þrættu fyrir framhjáhald. Heldur var það ódulið orðbragðið sem hneykslaði fólk, t.d. sagði hann “ég þræti ekki fyrir að hafa fundið til hennar en ekkert það skilið eftir í henni sem að barni kynni að verða” og fleira í þessum dúr.

Nokkru sinnum var réttað í málinu en ekki bilaði Jón í framburði sínum og var barninu svo komið í fóstur en þá vildu þau Jón og Karen fá að taka það til sín en móðir Helgu aftók það með öllu.

Margar vísur urðu til um atburð þennan,en hér er ein sem er eignuð Jóni.

Enginn barnar eins og hann,
af öllum landsinns sonum.
Fjögur á ári eignast hann,
með aðeins tveimur konum.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home