Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

föstudagur, apríl 08, 2011

Hafskipatjón af Eyrum

1200 Austmannafar brotnar á Eyrum.

1224 Skip af Eyrum týnist í hafi.

1231 Braut 5 skip, fórust 3 af 70 mönnum. (1231-1232)

1234 Skiprot á Suðurlandi.

1251 Skip frá Noregi fórst fyrir sunnan land.

1252 Skipbrot fyrir Eyrum, fórust 6 menn.

1256 Braut 3 skip á Eyrum.

1306 Skip er kom af hafi braut á Eyrum.

1332 þrjú skip lögðu upp af Eyrum. Eitt týndist í veðri með mönnum og góssi. Hin tvö komust að Suðureyjum og voru rænd þar. Annað þeirra komst um síðir til Noregs með báðar skipshafnir.

1337 Braut 2 skip vestan Ölfusárósa. Úr viðjum þeirra var smíðað eitt skip og því siglt til Noregs.

1343 “Lýsubússan” sleit upp í stórsjó og brotnaði skipið í spón. (Í sama veðri braut “Ögvaldsbússan” við Grindavík og hafskip braut á “Háfsanda”.

1346 “Margrétarsúðin” braut á Eyrum. Hún var þá tilbúinn til hafs og týndist nokkuð af góssi. 1347 (“Bessalanginn” braut fyrir Síðu í V-Skaftafellssýslu og fórust 19 menn og mikið góss tapaðist).

1350 Kaupskip sökk við Eyjar á leið til Eyrarbakka.

1382 “Þorlákssúðin” fórst í hafi innan um hafísa, en áhöfnin komst á eftirbáti til Grænlands. (Heimahöfn Þorlákssúðarinnar var á Eyrarbakka, en skipið átti Skálholtsstóll).

1386 Skip sökk á Eyrum.

1393 Annað tveggja skipa er komu að utan, brotnaði á Eyrum.

1412 “Svalaskipið” fórst fyrir sunnan land, en skipinu stýrði Andres kollur. Skipverjar hans hröktust á eftirbátnum dögum saman og dóu margir af vosbúð, hungri og kulda, en sumir steyptu sér útbyrðis. Frá Dyrhólaey var róið til bjargar þeim 13 skipsbrotsmönnum af Svalaskipinu er eftir lifðu en fjórir af þeim dóu fljótt.

1413 Lítið Íslandsfar braut fyrir sunnan land.

-Engin saga er fram á miðja næstu öld, en ástæðan er “Svartidauði” og samfélagslegt hrun.-

1562 Þýskt skip forgekk fyrir Refstokki. Skipið var ekki orðið landfast og fórust 9 menn en 7 komust af. 1560-1580 Strandar þýskt skip á skeri, en öllu bjargað. (Sennilega sama skip og áður er getið). 1647-1649 Eyrarbakkaskipið hraktist á sker um Hvítasunnu og brotnaði. Mönnum og góssi bjargað. 1700 4. september. Eyrarbakkaskip hraktist á sker. Skipið var hlaðið fiski til útfluttnings og náðist hann allur á land. 1711 17. júní. Eyrarbakkaskipin sem komu frá Noregi fórust bæði. Setti það er fyrr kom upp vestan Ölfusárósa í stormi og fórust þar 3 danskir skipverjar og 1 íslenskur. Seinna skipið sleit upp af festum í stormi og brotnaði. 1714 Bakkaskip laskast í óveðri en var bætt. 1718 7. nóvember. Herskipið Giötheborg hraktist fyrir veðri inn á Hafnarskeið og strandaði. Brotnaði það síðan í fjörunni. 1723 1. oktober. “Prins Vilhelm” skip C.M.B. Blichfeld yfirkaupmanns strandaði á skeri við Einarshöfn, en það flutti vörur til Sören Möller undirkaupmanns á Eyrarbakka. Skipstjóri var Boije Sthephansen og bjargaðist hann ásamt mönnum sínum, en góss spiltist. 1735 Bakkaskipið fær mikinn leka og sökk austan Eyjafjalla, en það var á leið til Eyrarbakka með varning. Skipshöfnin komst öll lífs af. Mikið brak úr skipinu rak á fjörur. 1737 16. júlí. Bakkaskipið sleit upp af festum í hríðarveðri, en það var þá ný komið í höfn. 1745 Nýtt og vandað Eyrarbakkaskip sleit upp af 11 festingum í aftaka brimi og brotnaði. Ekkert manntjón varð. 1753 Eyrarbakkaskip brotnar. 1759 “Cecilia” kom 16. júní og hafnaði sig. Þann 22. sama mánaðar barst mikill hafís suður fyrir land og sleit skipið af tveim festum undan ísskriði, en þó tókst að bjarga því. 1764 Bakkaskipið “Dorethea Richel” slitnaði af festum og rakst á sker. Við það kom gat á skipið og mikill leki. Skipstjóri var Símon Knutsen. (Innar á höfninni lá skonnortan “Junge Tobías”) 1770 3. ágúst. Timburfluttningaskipið “Jomfru Anna” slitnaði upp í höfninni. 1777 Eyrarbakkaskipið strandaði á skeri. Mannbjörg varð. 1781 19. september. Póstjaktin “Silden” strandaði þá um nóttina út af Hafnarskeiði. Skipið átti að koma við á Eyrarbakka til að taka kaupmanninn með út. þegar skipið var komið í námunda, var róið að því á 10 manna fari með lóðsinn, en skall þá á óveður og gerði ófærusjó, en bátsverjar komust um borð í “Síldina”. Skipið hvarf svo sjónum manna í landi en þann 22. sama mánaðar fannst skipið sundur molað á Hafnarskeiði. Fórst áhöfn öll og 10 Eyrbekkingar. 1784 Bakkaskipið fórst út af Meðallandi, en það var á leið til Eyrarbakka. 1785 Kúfskipið “Emmanuel” fórst í höfninni á Eyrarbakka. Jensen skipstjóra og fimm öðrum var bjargað í land. 1786 30. ágúst. Kaupskipið “Jegerborg” fórst í óveðri, en skipið átti Agent Butenhoff. Buch skipstjóri bjargaðist ásamt allri áhöfn. (Stýrimaður var Niels Lambertsen síðar kaupmaður á Eyrarbakka). Þetta sumar var meira brim og rok en áður var vitað dæmi til og voru átökin svo mikil að festarklettur einn er nefndist “Hermannsgatið” sópaðist burt, en við hann höfðu skip verið bundin frá ómuna tíð. 1794 23. apríl fórst “Forellen” við Vestmannaeyjar í svarta þoku. Skipið var á leið til Eyrarbakka. Þann 1. júlí fórst svo “Vestmannaöen” í höfninni á Eyrarbakka. (Skipin höfðu komið hvert ár frá 1788). 1798 27. águst. Bryggskipið Anna Christense fórst á Eyrarbakka. Skipið var tilbúið til utanfarar og beið byrjar, en þá gerði gríðarmikinn sjógang og brim sem sleit festar skipsins og lagðist það á hliðina eftir að mestöllum farminum hafði verið bjargað á land. 1801 22. júlí “Frau Elisabet” strandaði við Ölfusárósa, en það var á leið frá Altona til Ólafsvíkur með viðkomu á Eyrarbakka. Skipið hafði lagst við festar 20 júlí en komst ekki inn á höfnina sökum brims og beið því átekta. Tveim dögum síðar gerði storm og ófærusjó og slitnaði skipið upp og rak til lands. Skipverjar fóru í léttbátinn og fórust þeir allir utan við brimgarðinn. Fredrik Feddersen skipstjóri átti skipið. 1806 18.maí. Lítið seglskip “Anna” strandaði á Hafnarskeiði, en það var á leið til Stykkishólms. Allir skipverjar björguðust nema kaupmaður Peter Holter að nafni. Skipstjóri var Kristian Andersen Knøe. 1813. 30. maí. Bakkaskipið “Resolution” strandaði á Hafnarskeiði, en það var að koma frá Noregi. Skipið lá á ytri höfninni og var unnið að útskipun, þegar skall á rosaveður með stórbrimi. Skipið var óvarið áföllum og slitnaði fljótt upp, en láðst hafði að nýta lag til að færa skipið á innrihöfnina. Skipverjum öllum var bjargað. (“Resolution” hóf árlegar siglingar til og frá Eyrarbakka 1795) 1826 10.júní. Bakkaskipið “Anna” slitnaði upp í brimi á Einarshöfn og rak á sker, en skipið var að koma frá Danmörku. Skipverjar voru komnir í land þegar óhappið varð. Skipstjóri briggskipsins var Niels Mogensen. 1846. 9.júlí. Skonnortan “Velunas” strandaði í höfninni á Eyrarbakka. E. Paulsen skipstjóri bjargaðist ásamt allri áhöfn. 1847 9. mars. Sjómenn úr Þorlákshöfn bjarga mannlausu timburfluttningaskipi til hafnar, en það hafði verið á reki 4-5 mílur undan landi. Skipið hét “Rose” og var rifið í Þorlákshöfn. Sama ár hafði mikið timbur af öðru skipi rekið á fjörur sunnanlands. Þá rak hákarlaskip á hvolfi á fjörur í Skaptafellssýslu með eitt lík innanborðs. 1849 Fiskiskútan “Pilen” er átti H.P. Hansen í Kaupmannahöfn fórst fyrir sunnan land. 1855 14. september. Bakkaskipið “Waldemar” strandaði á skeri við Eyrarbakkahöfn og brotnaði í spón. það var 70 tn. að stærð. 1859 15. maí. Briggskipið “Absalon” fórst við Eyrarbakkahöfn. Talsvert bjargaðist af farmi, en skipskaðinn olli þó kornskorti sunnanlands. Sama ár fórst Bakkaskipið “Olaf Rye” í Njarðvíkum þar sem það lá og beið byrs, en það átti að taka vörur í Keflavík og Hafnarfirði. “Olaf Rye” var glænýtt, vandað og stórt skip í eigu Eyrarbakkaverslunar. 1861 2. oktober. “Sophie af Odense” strandaði á Eyrarbakka. Skipið var að flytja vörur til Eyrarbakkaverslunar og útibú þess í Hafnafirði. Búið var að losa þær vörur sem áttu að fara til Lefolii verslunar og skipa út vörum úr héraði. 1865 23. september. Slúppan “María” strandaði utan við Ölfusárósa. Skipið átti Ágeir Ásgeirsson á Ísafirði, en förinni var heitið til Kaupmannahafnar. 1870 27. september. Skonnortan “Emma María” er flutti vörur til Eyrarbakkaverslunar slitnaði upp þar í höfninni í miklu stórviðri. Mönnum og farmi var bjargað. 1875 “A Thorkelsens minde” strandaði á Eyrarbakka. Mannbjörg varð. 1876 “Marie” er flutti vörur til Einars borgara á Eyrarbakka, hlekktist á í höfninni, en skipverjum heppnaðist að bjarga því frá strandi. 1879 3. maí. “Elbö” var hlaðið kornvörum er það strandaði í Einarshöfn, en það var þá nýkomið frá Danmörku. 1882 Frönsk fiskiskúta “Dunkerque” 133 lestir að stærð sökk við Eyrarbakka í apríl. 1883 12. september. “Aktiv” er flutt hafði vörur fyrir Einar borgara á Eyrarbakka, brotnaði á útsiglingu. Skipið var frá Stavanger í Noregi. 1883 22. september. Bakkaskipið “Anne Lovise” strandaði á Hafnarskeiði skömmu eftir að Christian skipstjóri hafði hrokkið fyrir borð þegar brot skall á því, en aðrir björguðust. Skipið var í saltfluttningum til Þorlákshafnar. 1886 Frönsk fiskiskúta frá Dunkerque “Helene” 105 lestir að stærð, strandaði á Hafnarskeiði. Mannbjörg varð. 1888 2. maí. Frönsk fiskiskúta “Chormaui” strandaði við Þorlákshöfn. Mannbjörg varð. 1892 1. júní. “Johanne Marie” er flutti vörur fyrir Guðmund Ísleifsson á Háeyri strandaði á Eyrarbakka. 1894 “Kepler” vöruskip Stokkseyrarfélagsinns strandaði á Stokkseyri, en náðist á flot. 1895 27. apríl. Norskt timburfluttningaskip með vörur til Ólafs Árnasonar á Stokkseyri missti akkerisfestu og rak það í strand. 1895 3. maí. “Kepler” er var með vörur til Jóns í Höfninni og Einars borgara, strandaði í Skötubót. 1896. 13. ágúst. “Alliene” er flutti vörur til Stokkseyrarfélagsinns slitnaði upp þar í höfninni í vonsku veðri. 1898 Frönsk fiskiskúta frá Dunkerque “Isabella” leitaði hafnar á Stokkseyri, eftir að leki kom að henni. 1900 Gufuskipið “Thor” fórst, en það var eign Lefolii verslunar. (Thor var fyrsta gufuskipið sem kom til Íslands árið1855) Gufubáturinn Oddur frá sama eigenda fórst einnig þá um haustið í Grindavík. 1904 Norskt skip “Christian” er flutti timbur til Stokkseyrar strandaði við Vestmannaeyjar. 1905 Franskt fiskiskip “Pirre Loti” strandaði undan Gamla-Hrauni. Mönnum var bjargað. Sama ár 14. mars strandaði enskur togari austan við Stokkseyri. Mönnum bjargað. þann 27. apríl það sama ár strandaði á Stokkseyri vöruskipið “Guðrún” er átti Ólafur Árnason kaupmaður þar. Mönnum var bjargað. 1906 27.júlí. Stokkseyrarskipið “Union” fórst við Grindavík. Mannbjörg varð. Þann 13. september sama ár strandaði norska skipið “Christine” á Stokkseyri, en það flutti vörur fyrir Ólaf Árnason kaupmann þar. Mannbjörg varð. 1911 oktober. “Svend” skip Einarshafnarverslunar rak upp í landsteina við Þorlákshöfn. 1934 Færeyskt mótorskip “Nolsoy” fórst skamt undan Eyrarbakka með 19. mönnum. Skipstjóri var Bernhard Henriksen. Minnisvarði um áhöfn “Nolsoy” var reistur í kirkjugarðinum á Eyrarbakka. 1937. Timburfluttningaskipið “Herta” strandar á Eyrarbakka og var rifið þar. Sama ár strandaði enski togarinn “Lock Morar” í brimgarðinum undan Gamla-Hrauni. Allir um borð 12 menn fórust. Ekki hefur hafskip farist síðan við Eyrarbakka.

Efnisorð: