Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

laugardagur, janúar 15, 2005

Skipskaðar algengir.


FossborgÁR
Originally uploaded by Odinnk.

Skipskaðar voru tíðir á Eyrarbakka á árunum áður. Einkum vegna lélegra hafnarskilyrða sem að lokum leiddi til þess að útgerð frá Eyrarbakka lagðist alfarið af á ströndinni. Útgerðin fluttist til Þorlákshafnar, en þar eru hafnarskilyrði nokkuð góð en þrátt fyrir það hefur mönnum stundum tekist að sigla skipum sínum í strand. Stundum var hægt að bjarga strönduðum skipum og koma þeim aftur á flot og gekk þá stundum mikið á í fjörunni.

Við eitt slíkt tækifæri flaug þessi brandari:

Jón yngri á Hlíðarenda þótti nokkuð þóttafullur og hélst því ekki eins vel á góðum mönnum og ella. Eitt sinn var maður undir skipi hans við sjósetningu og meiddist talsvert á fæti. Þá kallaði Jón til hans “ þú varst ekki ráðinn til að vera hlummur”.

Myndin hér að ofan er af Fossborg ÁR 10 sem var í eigu Helga Ingvars og Hilmars Andressonar í Smiðshúsum.

Efnisorð: ,