Eyrarbakki - Saga og Atburðir

Eyrarbakki, sögustaður frá landnámi. Gamlar sögur og atburðir sem tengjast þessum stað.

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Eyrarbakki, Iceland
þorskur.JPGboat1359-Álaborg ÁR 25Björgunarsveitin Björg.BMPEyrarbakki RollerEyrarbakki

fimmtudagur, mars 24, 2011

Sjóslys í róðrum við Eyrarbakka

1347 Drukknuðu 19 menn af Eyrarbakka.
1554 Skip af Háeyri, drukknuðu 9 karlar og 3 konur.
1567 Drukknuðu 13 menn af Eyrarbakkaskipi.
1631 Á Eyrarbakka rak undarlegt skip, flatbotna með 6 mjóum greniborðum.
1640 Fórst skip Katrínar Þormóðsdóttur á Hrauni með 11 mönnum. Formaður var Jón Bjarnason Stokkseyri. Þá fórust 9 menn af Loftstöðum.
1646 8.apríl fórst skip undan Stokkseyri með 11 mönnum.
1653 Áttæringur Rannveigar á Háeyri fórst með 9 mönnum.
1670 Fórst róðraskip af Stokkseyri með 6 mönnum. 3 lifðu.
1673 Drukknar maður í sölfafjöru á Eyrarbakka.
1685 7.febr. Tíndist áttæringur af Eyrarbakka með 10 mönnum. (Manntapa Góuþrællinn, þá fórust 130-150 sjómenn víða um land).
1697 Skiptapi af Eyrarbakka. 4 menn fórust en 3 lifðu.
1699 Skip Bjarna Árnasonar á Skúmstöðum fórst í brimi.
1706 Skipstapi frá Þorlákshöfn (Elliðahöfn) með 13 mönnum.
1800 11. júní. 7 menn fórust af Óseyrarnesferju vegna ofhleðslu.
1810 Skip Einars Benediktssonar á Hólum fórst í Tunguósi við Stokkseyri með 7 mönnum.
1812 25. janúar. Skip Jóns stromps í Starkaðarhúsum á Stokkseyri fórst í lendingu við Þorlákshöfn með 6 mönnum, en 5 var bjargað.
1815 30. mars fórst skip Jóns Jónssonar á Ásgautsstöðum með 13 mönnum.
1820 Skip af Þorlákshöfn fórst með 4 mönnum.
1822 24.apríl. Fórst skip af þorlákshöfn með 4 mönnum. 8 bjargað.
1823 6. júní. Frá kumbaravogi drukkna 3 menn á sjó.
1824 2. ágúst. Drukknar Jón Guðmundsson í Eyvakoti.
1826 3. júní. Róðraskip fórst af Eyrarbakka. 4 menn drukkna.(m.a. Rafnkell Hannesson á Litla-hrauni og vinnumaður þar Guðmundur Jónsson)
1828 8. apríl. Á Stokkseyrarsundi fórst róðraskip Jóns Jónssonar á Gamla-Hrauni með 10 mönnum. (Þ.a.m. var Ingimundur Grímsson frá Háeyri og Stefán Jónsson á Stóra-Hrauni).
1828 5. maí. Fórst af Stokkseyri róðraskip Bjarna Einarssonar frá Byggðarhorni með 10 mönnum. (Krístín Brandsdóttir frá Roðgúl var á meðal þeirra).
1840 25. apríl. Skip fórst af Þorlákshöfn með 15 mönnum. (Tólfæringur)
1846 27. febrúar. Fórst bátur frá Eyrarbakka með 6 mönnum. ( Hafliði og Steingrímur Kolbeinssynir þar á meðal).
1852 18. maí. Á Stokkseyrarsundi fórst skip Jóhanns Bergssonar frá Stokkseyri með 4 mönnum.
1861 10. júní. Fórst á báti frá Stokkseyri, Jón Sigurðsson í Efra-Seli.
1863 20. mars. Skip Tyrfings Snorrasonar fórst á Stokkseyrarsundi með allri áhöfn 13 manns, allt Stokkseyringar.
1870 13. apríl Bátur Þorleifs Kolbeinssonar á Háeyri fórst með 6 mönnum. ( Formaður í afleysingu var Sveinn Árnason háseti).
1874 14. september. Drukknuðu 2 menn af Stokkseyri.
1881 26. mars. Bátur Ísleifs Vernharðssonar fórst við Stokkseyri með 5 mönnum, en Ísleifur komst af.
1881 28. maí. Tvo menn tók út af róðrabáti frá Stokkseyri.
1883 9.mars. Skip Sigurðar Gamalielssonar í Eyvakoti fórst á Einarshafnarsundi með 3 mönnum, en 7 var bjargað. (Formaðurinn Sigurður, Þorkell bóndi Pétursson í Eyvakoti, Gunnar Bjarnason bóndi á Skúmstöðum drukknuðu og í sama veðri bjargaðist áhöfn Þorkells í Óseyrarnesi um borð í franska skútu).
1886 21. apríl. Fórst áttæringur Sæmundar Bárðarssonar í Garðbæ með 10 mönnum á Rifsósi. ( Ásamt formanni voru m.a. Skaftfellingarnir Sigurður Árnason á Borgarfelli, Sigurður Ingimundarsson Efri-Ey o.fl. þaðan).
1887 24. febrúar. Bátur Bjarna Pálssonar í Götu á Stokkseyri fórst í lendingu í Þorlákshöfn með allri áhöfn, 6 mönnum. ( Þ.á.m. var Halldór Álfsson frá Bár. Bjarni var organisti í Stokkseyrarkirkju).
1886 21. apríl. Sæmundur Bárðarsson á Eyrarbakka fórst af áttæring við 10.mann í lendingu. Skipið átti Siggeir Torfason.
1890 12. apríl. Á Eyrarbakka fórust 2 menn af skipi í lendingu af Rifsósi, en 8 var bjargað.
1891 25. mars. Fórst skip Sigurðar Grímssonar (meðhjálpara, frá Borg í Hraunshverfi) við brimboða á Músarsundi við Stokkseyri með allri áhöfn, 9 mönnum. (Stokkseyrarformenn treystust ekki til að reyna björgun og fengu átölur fyrir).
1892 7. nóvember. Skipstapi á Stokkseyri 1 maður fórst, en 7 bjargað.
1894 7. apríl Báti Einars Árnasonar í Þórðarkoti hlekktist á við Eyrarbakka og fórust 3, en Magnús Magnússon í Túni bjargaði 7 mönnum. (Sigurður Árnason í Mörk var meðal þeirra sem fórust)
1894 11. apríl. Fórst bátur Páls Andréssonar með 2 mönnum, en öðrum bjargað. (Ásamt formanninum drukknaði Jón Rangvellingur).
1896 Bárður Diðriksson formaður á Stokkseyri fórst á kænu inn af Stokkseyrarsundi.
1897 20. mars. Skip Torfa Nikulássonar í Söndu á Stokkseyri fórst með 9 mönnum.
1897. 23. mars. Halldór Magnússon frá Hrauni varð undir skipi við sjósetningu og lést.
1898 19.ágúst Fórust af Eyrarbakka 2 menn á sjó, en 1 bjargað. (Hann dó 18 dögum síðar af meiðslum).
1899 4. desember. Skip Þorkells Magnússonar af Stokkseyri barst á boðann “Skjótur” og fórust 2 menn, en 7 bjargað.
1908 2.apríl. Fiskibáti Ingvars Karlssonar í Hvíld hvolfdi á Stokkseyrarsundi og fórust 8 menn, en Jón Sturlaugsson bjargaði 1 manni.
1909 30. apríl. Bátur á leið frá Þorlákshöfn til Stokkseyrar strandaði á skeri við Hraunsós undan Hraunshverfi og fórust 2 piltar. (Hinnrik Sigurðsson í Ranakoti og Andrés Jónsson í Nýjabæ stk. en Tómas Vigfússon í Götuhúsum Eb. var meðal þeirra sem bjargað var).
1912 25. maí. Lík rak á Skúmstaðafjöru og var það óþekkjanlegt.
1912 8. apríl. Jón Sveinsson á Stokkseyri féll útbyrðis af báti og drukknaði.
1916 8.apríl. Maður féll útbyris af “Vilborgu” frá Stokkseyri og drukknaði. (Jón Sveinsson í Aðalsteini, en bátinn átti Jón Sturlaugsson).
1917 Kristinn Þórarinsson í Naustakoti féll útbyrðis af vélbáti og drukknaði.
1917 3. febrúar. Vélbáturinn “Suðri” frá Stokkseyri fórst með 4 mönnum. (Filippus Stefánsson kaupm. Guðbergur Grímsson á Strönd, Gunnar Gunnarsson og Þórður Pálsson).
1917. 8. nóvember. Bakkabátur fórst við Hafnir, en mannbjörg varð.
1919 5. febrúar. Tómas Þórðarsson frá Sumarliðabæ í Holtum varð undir báti við sjósetningu og lést.
1920 6. apríl. Í lendingu á Eyrarbakka drukknuðu 2 menn af litlum báti, en 1 bjargaðist á sundi. (Pétur Hansson á Blómsturvöllum og oddur í Sölkutóft, en Jóhann Bjarnason formaður var sá sem bjargaði sér á sundi).
1922 Í mars. Tveir menn fórust af báti í brimgarðinum á Eb. (Þórarinn Jónsson hét annar þeirra).
1922 21. mars. Einn maður drukknar á Eyrarbakka.
1922 17.apríl. Vélbáturinn “Atli” fórst á Stokkseyrarsundi með 7 mönnum. (Bátinn átti Bjarni Sturlaugsson í Starkaðarhúsum og missti Jónína Helgadóttir í Eystri-Móhúsum mann sinn í sjóinn í annað sinn).
1927 5. apríl. Vélbáturinn “Sæfari” fórst á Bússusundi með allri áhöfn 8 mönnum. (Formaður var Guðfinnur Þórarinsson á Eyri)
1928 17. mars. Tveir menn féllu útbyrðis af bát frá Stokkseyri og drukknuðu. (Gísli Eyjólfsson og Magnús Karlsson).
1939 (1938?)Vélbátnum Ingu hvolfdi á Stokkseyrarsundi og 1 maður fórst, en 4 bjargað.(Bátinn átti guðni Eyjólfsson í Björgvin)
1970 18. janúar. Þrír skipstjórar frá Stokkseyri fórust með litlum árabát á Stokkseyrarsundi er þeir ætluðu að vitja bauju. Fjórði maður bjargaðist. (Árelíus Óskarsson, Geir Jónsson, Jósep Zophoniasson, en Tómas Karlsson komst af).
1976 3. mars. M/b Hafrún ÁR 28 frá Eyrarbakka fórst út af Reykjanesi með allri áhöfn 8 manns og þar af ein kona. (Valdimar Eiðsson skipstjóri, Ágúst Ólafsson, Haraldur Jónsson, Guðmundur S Sigursteinsson, Júlíus Stefánsson, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Þórður Þórisson, Jakop Zopóníusson).
1981 20.mars. Vélbáturinn “Þerna” ÁR 22 hvolfdi við Stokkseyri með þrem mönnum. Komst einn á kjöl og var bjargað. ( Þorsteinn Björgólfsson skipstjóri, Viðir Þór Sigurðsson, en Gunnsteinn Sigurðsson komst á kjöl).
1984 7. september. Fórst M/b Bakkavík ár 100 á Eyrarbakka með tveim bræðrum, en þriðji bróðirinn komst af. (Þórður og Sigfús Markússynir. Vigfús komst af).

Efnisorð: , , , ,

laugardagur, mars 19, 2011

Ábúendur jarða á Eyrarbakka

Nes, Ferjunes, Óseyrarnes.
Loptur Gunnarsson og oddný Þorsteinsdóttir fyrir 1600.
Jón Þorbjörnsson ferjumaður 1636
Magnús Arnórsson 1663
Eydís Halldórsdóttir ekkja Magnúsar 1681 og Þorsteinn Guðmundsson.
Guðmundur Finnbogason stórbóndi til 1731
Jón ferjumaður Álfsson frá Mundakoti og Margrét Guðmundsdóttir Finnbogasonar 1735.
Jón Gissurarson og Þuríður Bjarnadóttir til 1735.
Jón Þorláksson frá Hrauni til 1750.
Helgi einbúi Ólafsson til 1756.
Bjarni Pálsson til 1757.
Jón Ketilsson frá Hraungerði og Halldóra Jónsdóttir til 1773.
Jón Klemensson hreppstjóri 1773.
Hannes Jónsson Klemenssonar og Guðný Nikulásardóttir til 1782.
Ólafur Jónsson Klemenssonar og Ólöf Gísladóttir til 1789.
Gunnar Þórðarson 1785.
Gunnar Gamalíelson frá Stokkseyri til 1791.
Lars Kristiensen verslunarþjónn til 1794. Keypti jörðina 1788.
Inger Margrét Pétursdóttir ekkja Lars til 1795, seldi jörðina upp í skuld.
Jón Snorrason hreppstjóri til 1801. Keypti Nes og Drepstokk. (Refstokk) 1795.
Símon Eyjólfsonar sterka til 1804.
Sveinbjörn Egilsson 1804.
Bjarni Bjarnason hreppstjóri 1807.
Árni Þorvaldsson hreppstjóri 1809.
Marteinn Vigfússon til 1818.
Jón formaður Símonarsson Eyjólfssonar sterka og Guðrún Snorradóttir til 1831.
Guðmunndur hreppstjórasonur Jónsson og Margrét ekkja Haganesdóttir beykis til 1843.
Jón hreppstjórasonur Jónsson og s.k. Guðrún Guðmundsdóttir til 1860. (Guðrún lét hún gera afar vandaða jarðbaðstofu í Nesi, þiljaða með fjalagólfi og glergluggum. Nes þá tvíbýlt)
Bjarni Hannesson til 1870. Álfur Jónsson 1855.
Þorkell Jónsson og Sigríður Jónsdóttur ríka til 1892. Grímur í Nesi Gíslason og Elín Bjarnadóttir hreppstjóra til 1896. Grímur var stórbóndi og formaður í Þorlákshöfn. Byggði hann timburhús á jörðinni 1890. Voru þeir sambýlingar Þorkell og Grímur taldir ríkastir í hreppnum, en þeir áttu samanlagt yfir 200 fjár.
Þorkell Þorkellssonar í Nesi og Sigríður Grímsdóttir í Nesi 1896. Páll Grímssonar í Nesi til 1898.
Gísli Gíslason silfursmiður og fv. landpóstur og Margrét Sigurðardóttir til 1906.
Eiríkur Jónsson frá Hlíð í Skaptártungu og Margrét Siguðardóttir, (nafna og systir konu Gísla.) til 1906.
Guðmundur Guðmundsson og Jónína Jónsdóttir til 1909, þá einbýlt í Nesi.
Vilhjálmur Gíslason og Guðbjörg Jónsdóttir til 1919. (Vilhjálmur var frá Stóra Hofi á Rángárvöllum)
Ísleifur Bergsteinsson og Guðný Sigurðardóttir til 1924. (Komu úr Krísuvík)
Sigfús Vigfússon og Gróa Gestsdóttir til 1925.
Guðni Jónsson og Margrét Brynjólfsdóttir til 1931 og voru þau síðustu ábúendur að Nesi.
Nes var reisulegur bær sem beið þess hlutskiptis að verða rifinn.


Drepstokkur
Herjólfur Bárðarsson landnámsmaður og Þorgerður 985. Hélt síðan til Grænlands. Sonur þeirra Bjarni sæfari var sá sem fann Ameríku fyrstur norænna manna. Ekki er vitað um næstu ábúendur.
Jörundur bóndi um 1200 en síðan er ekkert vitað af ábúendum um tíma.
Brynjólfur Sveinbjörnsson 1635.
Þórður Hallsson 1681. (Hét þá Refstokkur)
Magnús Guðmundsson og Katrín Þorsteinsdóttir til 1704. (Hét þá Rekstokkur) barn þeirra Auðbjörg 2ja ára druknaði i Ósnum 1704.
Guðmundur Finnbogason og Ástríður Erlendsdóttir til 1730. (voru áður í Nesi)
Ástríður ekkja Erlendsdóttir 1735 eða lengur.
Páll Þórðarsson og Svanhildur Bjarnadóttir 1735- 1747, talin ráðsmaður Ástríðar.
Svanhildur ekkja til 1749.
Þorvaldur hreppstjóri Bergsson hreppstjóra í Brattholti og Svanhildur Bjarnadóttir áðurnefnd, til 1773
Þórður Pálsson Svanhildarson og Guðlaug Jónsdóttir til1799. Drepstokkur fór illa í Básendaflóðinu 1799 og var jörðin þá sameinuð Nesi.

Einarshöfn
Ekkert er vitað um ábúendur fram á 16.öld.
Arnór Eyjólfsson í Arnarbæli hafði afnot af jörðinni 1547 þá undir biskupsstól.
Jörðin fór illa í stóraflóði 1653 og voru bæir og verslunarhús flutt á Skúmstaðahorn þar sem byggð fer fljótt í einn hrærigraut. (þ.e. þorp)
Erlendur Halldórsson og Margrét Sigurðardóttir 1667 í Einarshöfn eystri.
Jón Ormsson 1/3 1681. Kári Jónsson og Jón Kárason 1/3 til 1684.
Eftir 1703 eru þrír ábúendur í Einarshöfn.
I. Sigurður Jónsson og Ingunn Brynjólfsdóttir. II. Steinun Guðmundsdóttir ekkja J.K. III. Óttar Jónsson og Guðrún Þorsteinsdóttir.
Klemens skipasmiður Jónsson frá V-Íragerði og Guðný Jónsdóttir til 1747.
Guðný jónsdóttir ekkja K.J. til 1750.
Felix hreppstjóri Klemensson til 1775. varð gjaldþrota.
Jens Lassen kaupmaður til 1769.
Þórólfur Ingimundarsson til 1786. Vigfús Álfsson, Þórunn Bjarnadóttir, Þóra Simonardóttir á sama tíma.
Diðrik Kristján Petersen kaupmaður 1793.
Gunnar Gamalíelson í Nesi talinn hafa ábúð um tíma.
Jón Gunnarsson Gamalielssonar og Guðrún Gísladóttir til 1839.
Bjarni Guðmundsson um 1817.
Lambert Lambertsen verslunarstjóri og Birgitta María Guðmundsdóttir til 1847.
Guðmundur Sigurðsson og Guðríður Bjarnadóttir um 1827.
Birgitta María Guðmundsdóttir (þá ekkja) til 1857.
Einar Jónsson og Guðríður Bjarnadóttir fyrrnefnds Guðmundssonar til 1834.
Benedikt Bjarnason til 1834. Búið var selt.
Jón Jónsson og Þórunn Jónsdóttir til 1848.
Gísli Jónsson og Ragnheiður ljósmóðir Benediktsdóttir til 1862.
Guðmundur Steinsson og Guðríður Þórðardóttir til 1862.
Ormur smiður Helgason og Sesselja Nikulásdóttir til 1855.
Jón Magnússon og Guðrún Þorsteinsdóttir um 1840.
Teitur lóðs Helgason Ólafssonar og Sigríður Sigurðardóttir frá Hrauni Ölfusi til 1869.
Peter Duus verslunarstjóri til 1849.
Björn Jónsson prestur og Sólveig Markúsdóttir 1859-1866) (Prestshúsið)
Ólafur lóðs Teitsson og Sigríður Hannesdóttir frá Litlu Háeyri til 1891.
Gísli Jónsson gamli 1887. Búið var selt eftir hans dag. Jón Jónsson formaður á Stokkseyri fékk þá ábúðarleyfi.
Gestur Ormsson smiðs Helgasonar og Sesselja Illugadóttir til 1901.
Jakop Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir til 1931. (Þau byggðu Jakopsbæinn, en þar var áður lítið eldhús sem þau keyptu af Lefoliiverslun á 7 krónur.) Jón Jakopsson og Jakopína Jakopsdóttir eftir þau.
Steinn skipasmiður Guðmundsson og Sólveig Árnadóttir til 1917 (Þau byggðu Steinsbæ við hlið eldri samnefns bæjar). Guðmundur Steinsson eftir hann.
Þá hafði Landsbankinn eignast jörðina alla og leigði út parta og síðan Eyrarbakkahreppur.

Skúmstaðir
Ekki er vitað um ábúendur fyrr en á 16. öld þegar Skálholtsstóll yfirtók jörðina, en byggð hefur verið þar frá ómunatíð.
Oddur Grímsson og Gyðríður Gestsdóttir um 1540. (Magnús Sveinbjörnsson samtímis)
Þórður Ormsson 1616-1617.
Jón Guðnýjarson (Guðný dóttir hans) 1621.
Sveinbjörn Geirmundsson og Ingunn Gísladóttir til1635. (Ingunn var áður í tygjum við Kvæða-Eyjólf. Sveinbjörn leyfði flutning Einarshafnarbæja á Skúmstaði.)
Ormur Jónsson og Guðrún Sveinbjarnardóttir til 1665. (á hálfri jörðinni)
Árni Pálsson og Ásta Sigurðardóttir til 1678. Árni naut vinfengis við Skálholtsbiskupa þá Brynjólf og þórð og hafði umboð þeirra fyrir öllum reka á Eyrarbakka og víðar.
Bjarni Árnason og Valgerður Eyjólfsdóttir til 1704. Bjarni var einnig í vinfengi við þá biskupa Brynjólf og þórð og hlaut mikil völd.
Gottskálk Oddson var þar einnig um 1681 og hafði þar byggingaleyfi.
Jón Ormsson og Guðrúnar og Ástríður Snorradóttir á svipuðum tíma.
Ástríður Snorradóttir ekkja til 1688. (Þá ráðstafar biskup hennar parti.)
Sigurður lóðs Jónsson fékk byggingabréf á Skúmstöðum þetta ár.
Guðmundur Lafranzson og Guðrún Eyjólfsdóttir um 1703. (hjá Garðinum-hjáleiga) Þá eru í Skúmstaðaþorpinu 30 kýr. (Háeyrarhverfi 41 kýr á sama tíma)
Valgerður Eyjólfsdóttir ekkja til 1714. (afsalar þá ábúð til Bjarna Jónssonar)
Bjarni Jónsson og Þórdís Snorradóttir til 1747.
Tómas smiður Þorsteinsson og Þórdís Bjarnadóttir um 1754, en þá verður hún ekkja. (Tómas gerði út áttæring og hús hans þóttu í meira lagi.)
Magnús hreppstjóri Bjarnason Jónssonar til 1781. Hann hafði 11 hjáleigumenn, 13 húsmenn, en undir hans stjórn samtals 153 menn.(59 á Skúmstöðum, 8 í Einarshöfn og 85 á Háeyri)
(Á árunum 1748-1773 höfði nokkrir afnot af jarðarpörtum:
Sigríður Álfsdóttir, Filippus Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Jens Lassen kaupmaður Húsinu, Brynjólfur Klemensson, Símon Eyjólfssonar sterka, Haagen verslunarmaður.)
Húsið: D.KR. Petersen kaupmaður 1788-1795 eða lengur. (Hann hafði tvo róðrabáta og 20 manns í heimili, og talsvert bú.)
Haagen Möller beykir og Hallgerður Jónsdóttir til 1804. (Þau missi nær aleiguna í flóðinu mikla 1799) Gunnar Jónsson er á Skúmstöðum samtímis.
Kristján Berger verslunarþjónn og Jarþrúður Magnúsdóttir samtímis.(og síðar í Garðinum)
Jón lóðs Bjarnason frá 1793. (Byggði laglegan bæ á Skúmstöðum)
Bjarni hreppstjóri Jónssonar lóðs til 1804 ásamt Kristjáni Berger og Haagen Möller.
Húsið : Einar Hannsen kaupmaður til 1817. (talinn ríkastur Eyrbakkinga 1798)
Maddama Pedersen 1815.
Húsið: Níls Lambertsen kaupmaður og Birgitta Guðmundsdóttir til 1822 (hafði talsvert bú. 1 mann á Skúmstöðum, 5 kýr, 159 fjár, og 13 hross. Að auki 4 róðraskip átta og tíuæringa og 2 báta fjögra og sex æringa) Kálgarður var, eins og við flesta bæi og hús. (Ekki þótti Nils vel liðinn.)
Fr. Kr. Hólm verslunarþjónn til 1819.
Birgitta Guðmundsdóttir ekkja á Skúmstöðum til 1827.
Filippus Þorkellsson og Guðný Teitsdóttir til 1855.
Ólafur Nikulásson og Ingibjörg (laundóttir Sveins Sigurðarsonar verslunarstjóra) til 1847
Þorleifur Kolbeinsson 1826, síðar Háeyri.
Erlendur Jónsson húsmaður og Guðrún Guðmundsdóttir 1829.
Teitur lóðs Helgason og Sigríður Sigurðardóttir 1826-1834, einnig í Einarshöfn.
Sigurður sakamaður Jónsson 1838. (Bú hans stórt og mikið gert upptækt.)
Húsið: Lambert kaupmaður Lambertsson kaupmanns um 1833. (10 manns í heimili og talsvert bú í Garðinum, sem var hluti af Skúmstaðatorfunni)
Sigurður Sívertsen verslunarstjóri á svipuðum tíma. (var einnig með stórt bú í Garðinum)
Þá voru einnig með jarðaafnot, Oddur Halldórsson og Einar Loftsson,
Vigfús Helgason og Sigríður eldri Brynjólfsdóttir til 1867.
Oddur Snorrason frá Gaulverjabæ og bústýra Soffía Friðfinnsdóttir 1846.
Jón Jónsson frá Vindheimum Ölf. og Guðrún Jónsdóttir 1844-1871. (kv. síðar Guðríði ekkju Bjarnadóttur frá Háeyri) Lítið bú.
Jón Jónsson frá Stk. og Ragnheiður Vernharðsdóttir til 1871. Lítið bú.
Brynjólfur Bjarnason og Sigríður Eiríksdóttir prestsekkja um 1857.
Teitur Teitssonar í Einarshöfn Helgasonar og Hólmfríður Vernharðsdóttir um 1866 og síðar í Einarshöfn. Fóru til Ameríku 1873.
Sigríður Brynjólfsdóttir ekkja Vigfúsar um 1873.
Gísli Einarsson frá Hólum og Guðný Jónsdóttir um 1869.
Jón Ormssonar í Einarshöfn til 1879. (forfaðir Norðurkots-fólksinns)
Jón snikkari Þórhallsson frá Vogsósum og þórunn Gísladóttir um 1870, þó ekki talinn hafa ábúð.
Magnús lóðs Ormssonar í Einarshöfn og Gróa Jónsdóttir um 1871.
Jón Stefánsson og Sigríður Vigfúsdóttir til 1875.
Húsið: Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri. Hélt Skúmstaði alla til 1897.
Húsið: Pétur Níelsen, verslunarstjóri hélt Skúmstaði til 1910.
J.A. Lefolii stórkaupmaður telst skrifaður fyrir Skúmstaða og Einarshafnarjörðum 1911. en er ekki búandi hér.
Húsið: Jens D Nielsen verslunarstjóri til 1919.
Guðmundur Guðmundsson kaupfélagsstjóri og Ragnheiður Björgvnsdóttir 1926 í Garði.
Þorleifur þingmaður Guðmundsson frá Háeyri og Hansína Sigurðardóttir í Garði til 1930. Þá voru Skúmstaðir komnir undir landsbankann.
Jón Íshúsvörður Stefánsson og Hansína Jóhannsdóttir nutu einhvers afraksturs af landinu í tíð Kaupfélags Árnesinga. Jörðin féll síðan undir Eyrarbakkahrepp.

Háeyri
Háeyri er ekki talin til landnámsjarða en löngum bændaeign a.m.k fyrir 1200. Ábúð er þó óþekkt fram undir miðja 16. öld. En um jörðina deildu konungur og Ögmundur biskup fyrir 1540. Líklegt þykir að Gissur biskup hafi haft ítök á Háeyri skamma hríð um 1545.
Eyjólfur sýslumaður á Dal á jörðina 1558 og gefur hana til arfs handa Ísleifi syni sínum.
Jón ríki Vigfússon sýslumaður í Rángárvallasýslu á jörðina á 17. öld og síðan dóttir hans Hólmfríður, er hún gefur manni sínum sr. Sigurði officialis Oddsyni biskup og gengur síðan að erfðum til Sigurðar Oddsonar, þá ekkju hans Sigríðar Hákonardóttur 1708, þá sonar þeirra Odds lögmanns er varð að láta jörðina upp í sáttagjörð til Fuhrmanns amtmanns vegna mála sem urðu á milli Odds og Guðmundar ríka í Brokey sem arfleiddi amtmann að öllu sínu jarðargóssi.
Sigurður Sigurðarson landsþingsskrifari og jarðagósseri á jörðina 1780 og erfist hún til Jórunnar dóttur hans, þá hennar son sr. Sigurður Thorarensen í Hraungerði og er þá seld Þorleifi Kolbeinssyni ríka 1865 að hálfu, en hinn hlutann kaupir Þorleifur af Höllu ekkju Sigurðar Sívertsens á Stóra-Hrauni 1872. Þá erfist jörðin til Sigríðar Þorleifsdóttur (og Guðmundur Ísleifssonar manns hennar). Þegar Ísleifi þraut fé vegna verslunaróhappa var jörðin seld á uppboði 1893 og var sleginn Jóni Sveinbjörnssyni bónda á Bíldsfelli og frátekinn túnblettur sleginn sr. Ólafi Helgasyni á Stóra-Hrauni. Jörðin varð síðan ríkiseign og féll svo undir Eyrarbakkahrepp.

Ábúendur:
Geirmundur Jónsson með ábúðarleyfi 1573.
Filippus launssonur Teits Björnssonar prófasts og Kristín Guðmundsdóttir 1618-1627.
Rannveig (mjóva) Jónsdóttir sýslumanns til 1654. Nafntoguð, stundaði útgerð áttærings frá Eyrarbakka og hálft skip átti í Þorlákshöfn. Rannveig var aldrei við karlmann kennd. Spónnýtt skip hennar áttæringur fórst á Eyrarbakka í jómfrúarferð 2. febrúar 1653 með allri áhöfn 9 menn og urðu þá 20 börn föðurlaus. Rannveig lést næsta vetur og gekk arfur til systra hennar.
Benedikt Þorleifsson og Halldóra Sæmundsdóttir? (1654 Líklega)
Þorsteinn Eyjólfsson og sk. Svanhildur Sigurðardóttir til 1708. og Svanhildur ekkja til 1729.
Símon Björnsson 1730, þá í Simbakoti.
Snorri hreppstjóri Jónsson til 1759. Snorri var einnig höndlari með tóbak og vín og þótti okra.
Vernharður Jónsson 1750 til 1799. (Líklega part.)
Jón Jónsson og Svanhildur Jónsdóttir 1755 til 1789 (Líklega part.)
Magnús Bjarnason 1767 (Líklega part) Síðar á Hrauni.
Gunnar Gamalielsson 1785. (Einnig í Einarshöfn og Nesi)
Árni hreppstjóri Gamalielsson og Jón Gamalielsson til 1799.
Þorkell Jónsson skipasmiður og Valgerður Aradóttir frá Naustakoti til 1812. (Þorkell var áður í Simbakoti og síðar á Gamla Hrauni.)
Kristján Berger og Jarþrúður Magnúsdóttir til 1822. (Háeyri þá í eigu Jórunnar Sigurðardóttur, en Guðmundur Ögmundsson verslunarstjóri var umboðsmaður hennar)
Guðmundur Jónsson og Guðríður Bjarnadóttir til 1826. (Líklega ráðsmaður Jarþrúðar ekkju)
Guttormur Magnússon og Guðríður Jónsdóttir til 1838. (Líklega ráðsmaður Jarþrúðar ekkju í fyrstu, en hún dó 1834.)
Eyjólfur Björnsson hreppstjóri og Sigríður Jónsdóttir Kambránsmanns Geirmundssonar til 1840. (Eyjólfur flutti síðar að Hrauni í Ölfusi og var formaður í Þorlákshöfn. Þar var hann ekki við eina fjölina feldur og kom þar Málfríður Þórhallsdóttir við sögu.)
Gísli Björnsson hreppstjóri 1840.
Þorleifur ríki Kolbeinsson bóndi, kaupmaður, hreppstjóri og dannebromaður og Sigríður Jónsdóttir rokkasmiðs til 1875. (Fyrri kona Þorleifs var Guðleif Árnadóttir, en síðasta var Elín Þorsteinsdóttir frá Simbakoti. Jörðina keypti Þorleifur)
Guðmundur Ísleifsson hreppstjóri, kaupmaður og formaður og Sigríður Þorleifsdóttir til 1931.
Jörðin fellur síðan undir Eyrarbakkahrepp.

Stóra-Hraun (tilheyrði áður Framnesi, þá síðar hét Hraun)
Oddur Grímsson 1546-1562
Oddur Oddson lögréttumaður til 1581
Þórhallur Oddson um 1600
Katrín á Hrauni Þormóðsdóttir til 1656. (Maður hennar var Magnús Gíslason en hún talinn ekkja)
Benedikt Þorleifsson til 1681. (Þá Stóljörð Skálholts)
Helga Benediktsdóttir til 1708 (Maður hennar var sr.Þorlákur Bjarnason að Sokkseyri en hún hér ekkja)
Þorlákur lögréttumaður Bergsson (bróðurbarn Helgu) og Guðný Þórðardóttir til 1707.
Sigurður Bergsson, bróðir Þorláks á sama tíma. Guðný þá ekkja til 1712.
Brynjólfur Þórðarson lögréttumaður og Guðný Þórðardóttir til 1730 (Síðari maður hennar)
Jón Þorláksson Bergsonar til 1735.
Magnús Þórðarson (Hjáleigumaður) og Ingveldur Bjarnadóttir til 1755.
Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir 1740 til 1746. Ekki er víst að þau hafi setið mikið á jörðinni á þessum árum, en hjáleigjendur líklega haft samtíða, þá Filippus Gunnlaugsson, Björn Pálsson og Þorsteinn Pétursson.
Þórður Gunnarsson og Guðríður Pétursdóttir 1759 til 1773.
Steindór Finnsson biskups og Guðríður Gísladóttir til 1780.
Upp úr aldamótunum 1800 urðu til margar hjáleigur á jörðinni og ekki hægt að henda reiður á hverjir sátu á höfuðbóli og hverjir í hjáleigum þessa öld.
(Magnús Bjarnason og Halla Filippusdóttir til 1815. Keyptu jörðina 1788, en sátu þar fyrst til 1801 og svo tvö síðustu árin. Annars á Ásgautsstöðum. Magnús seldi Gamlahraun frá jörðinni ásamt Salthóli 1807. Afgangi jarðarinnar var síðan skipt milli erfingja 1815 og var seinni konu Magnúsar, Þóru Magnúsdóttir ánafnað Litla Hrauni, er hún sat til 1818 þá ekkja og seldi síðan kameráðinu- Þórði Guðmundsyni sýslumanni.)
Jón Snorrason 1801 til 1815, líklega hjáleigjandi. (Síðar á Ásgautsstöðum.)
Þórður Thorlacius sýslumaður 1813 til 1819. Líklega aðeins á hluta jarðarinnar.
Kristófer Jónsson 1818 til 1822. Líklega hjáleigjandi
Þuríður formaður Einarsdóttir frá stéttum 1821, líklega þar í rúmt ár í Kristofersbæ. (Fyrr í Götu og síðar í Grímsfjósum og víðar)
Jón Kambránsmaður Geirmundsson til 1823 (eitt ár í Kristofersbæ) Hann stundaði áður verslun í Noðurkoti sem nefnd var “Skánkaveldi” (Seldi reyktar hrossalappir)
Stefán Jónsson sjómaður og Hildur Magnúsdóttir garðyrkjukona frá 1823 til 1832. (Hildur þá ekkja, líklega hjáleigendur)
Jón drejari Jónssonar sýslumanns og Steinun Arngrímsdóttir 1831 (Líklega hjáleigjendur)
Jón Bjarnason 1832 (tók við af Hildi og var í eitt ár)
Þorleifur Kolbeinsson 1833 til 1841 (Læíklega hjáleigjandi, var síðar á Háeyri)
Eiríkur Guðmundsson samtíða Þorleifi.
Sigurður stútendt Sívertsen og Halla Jónsdóttir 1841 til 1864 (Halla var áður kona Jóns Kambránsmanns Geirmundssonar)
Kristján Jónsson og Salgerður Einarsdóttir (Systir Þuríðar formanns) 1844 (eitt ár og líklega hjáleigjendur)
Bjarni Magnússon og Guðbjörg Jónsdóttir kambránsmanns Geirmundssonar 1848 til 1857.
Þórarinn Árnason jarðyrkjumaður og Ingunn Magnúsdóttir alþingismanns Andréssonar 1864 til 1866. (Var þá jarðbaðstofan á Stóra hrauni endurbætt veglega.) Og Ingunn ekkja til 1868.(Ingunn flutti síðan til Reykjavíkur og hafði umsjá með geðsjúkling á heimili sínu (Jón Blöndal) sem læknaðist í vistinni, lærði trésmíði og flutti svo til Ameríku.)
Ari Símonarson frá Gamla Hrauni 1868 til 1890.
Gísli Gíslason hreppstjóri og Halldóra Jónsdóttir 1868-1893.
sr. Ólafur Helgason og Krístín Ísleifsdóttir frá Keldum. 1893 til 1904.
Krístín ekkja Ísleifsdóttir og sr. Gísli Skúlason til 1910. Síðan þar í nafni Gísla til 1915 er þau sleppa ábúðinni, en hafa búsetu þar til þau flytja í “Prestshúsið” í Einarshafnarhverfi 1938.
Árni Tómasson og Magnea Einarsdóttir til 1920.
Hálfdán Ólafsonar prests Helgasonar til 1928.
Þá verður jörðin ríkiseign og fellur undir fangelsið Litla-Hraun.

Efnisorð: ,

föstudagur, mars 18, 2011

Eyrarbakka annáll

"Á suðurströnd Íslands þar sem brimið svarrar og tröllauknar úthafsöldur Atlantshafsins teygja hvítfextan fald sinn á hrollköldum haustdögum, standa sjávarþorpin Eyrarbakki og Stokkseyri eins og hljóð systkyn hlið við hlið". Þessi orð voru sögð fyrir löngu en eru sígild fyrir þessi byggðalög sem bygðust saman hlið við hlið allt frá örófi. Þau gátu af sér garpa til sjós og lands hlaðna dugnaði, þrautseigju og manndómi um ár og aldir í harðri baráttu í gegnum brimsundin fyrir lífsbjörg sinni. Saga þessara byggðarlaga hefur marg oft verið skráð í bókfell af ýmsum ritsnillingum. Hér er stiklað á helstu atburðum úr sögu þorpsins.
Auður djúpúðka er líklega fyrsti landnámsmaðurinn sem kemur að landi á Eyrum, en hún braut skip sitt við ósa Ölfusár um 880, sennilega nærri þar sem Drepstokkur byggðist, en þar eru grjótbakkar fram í sjó.(Ingólfur Arnarson hefur þó sennilega lagt skipi sínu vestan gamla ósafarsins, er hann hafði vetursetu í Ölfusinu.)Landnámsöld: 900-1000 Byggð hefst á Eyrum: Hásteinn Atlason jarl (ca 835-915) (jarls mjóa Hundólfssonar) höfðingi úr Gaulum í Noregi og kona hans Þóra Ölvisdóttir nema land það er þau nefndu Stokkseyri og byggðu þar bæ er nefndur er Traðarholt. þau eignast soninn Ölver ca 900. Vel kann að vera að Ölfusá sé við hann kend. (Áin hét til forna Ölversá. ) Aðrir synir þeirra voru Þórður hinn dofni Atlason í Traðarholti og Atli Hásteinsson höfðingi í Traðarholti. Var þar bú gott .

Hallsteinn (Þorsteinsson) úr Sogni var mágur Hásteins. Hann fær land það sem sem lá milli Hraunsár og Ölfusár og nefnist Eyrarbakki að gjöf og byggir þar bæ í Framnesi. Hans son var Þorsteinn er veginn var að fauskagreftri. Hans son var Þorbjörn er bjó á Framnesi. (Stóð sá bær nokkuð sunnan Gamla Hrauns þar sem nú eru nánast sker) Þetta fólk sem hér hafði tekið sér bólfestu lifðu á þeim bústofni sem það flutti með sér af Noregi en einig voru fiskveiðar talsverð búbót.

Kona Þórðar hins dofna var Þórun Ásgeirsdóttir (921- ???) og meðal barna þeirra var Þorgils örrabeinsstjúpur Þórðarson (937-1022 ) er síðar var víð frægur eins og greint er frá í Flóamannasögu.

Fólki fjölgar:
Þorgils giftist Þórey Þorvaldsdóttur frá Odda árið 959 og meðal barna þeirra var þórný Þorgilsdóttir fædd árið 959 en sem kunnugt er var hún skilin eftir í flensu á Hjalla í Ölfusi þegar þorgils hélt til Hafnafjarðar þar sem skip hans var ferðbúið til Grænlandsfarar. (Flóamannasaga). Eftir heimkomu Þorleifs frá Grænlandi giftist hann seinni konu sinni Helgu Þóroddsdóttur ( 960-??? ) frá Hjalla í Ölfusi og tóku þau við búi í Traðarholti. [Í Traðarholti hjá Þorgils orrabeinsstjúpa voru og hænsni-Landnámshænur-; þá er haninn barði hænuna, tók hann af því tilefni til að gefa konu sinni Helgu, er var honum lítt unnandi, bendingu ]. Þeirra börn voru, Þorleifur þorgilsson ( 967-??? ). Þorfinnur Þorgilsson.( 970-???) Jórunn Þorgilsdóttir ( 990-??? .> ) Einar þorgilsson. ( 994-??? ) (Einarshöfn gæti verið nefnd eftir honum) Grímur glömuður Þorgilsson. ( 985-??? ) Illugi Þorgilsson. ( 996-??? ) og þórður þorgilsson.
( ca 999-???)

Herjólfur frá Drepstokki: Um þetta leiti (980) byggði Herjólfur Bárðarsson frændi Ingólfs Arnarssonar bæ sinn austan Ölfusárós hins eldri og nefnir Drepstokk (Dautt tré). En Ingólfur hafði gefið honum land frá Selvogi og út að Ölfusá.
Bærinn stóð nærri þar sem er nú veitingahúsið "Bláa hafið", en aðal ósinn var þá vestan við þann stað. Hentugt skipalagi var þá inn af ósnum við bæ Herjólfs.
Fundur Ameríku.
Hæringur Þorgrímsson Þorgílsbróðir varð héraðhöfðingi meðan Þorgils sigldi utan til Grænlands í miklar raunir sem tók 2-3 ár (Flóamannasaga). Herjólfur á Drepstokki hefur fregn af að Grænland sé vel gott og býr þegar skip sitt til ferðar af landi brott til Grænlands. > Bjarni Herjólfsson farmaður frá Drepstokki var sonur hans og hafði efnast í Noregi en kom heim annað hvert ár til vetursetu hjá föður sínum á Drepstokki, en er hann nú kom heim þetta síðsumar fregnar hann að faðir hans hafi flust til Grænlands og fer hann þegar eftir honum með skip, farm og áhöfn en lendir í villum vegna ókunnleika er verður til þess að hann finnur Ameríku fyrstur vestrænna manna.( 993-996 )

Kristni
1000-1100.
Þorgils örrabeinsstjúpur Þórðarson höfðingi í Traðarholti var án efa meðal þeirra sem fyrstir tóku kristna trú Sunnanlands og af honum eru komnir margir kirkjunar menn. En þeir menn sem hvöttu Íslendinga til kristni voru Gizur Hvíti og Hjalti Skeggjason en þeir sigla frá Vestmannaeyjum til Eyrarbakka á leið sinni til Þingvalla að boða Kristni árið 1000. Ekki fer neinum sögum af ábúendum þeim sem bjuggu á Eyrarbakka á þessum tíma en líklegt má telja að jarðirnar Stórahraun, Háeyri, Skúmstaðir, Einarshöfn og Óseyrarnes hafi þá verið komnar í byggð.

1100-1200
Telja má að á þessum tíma hafi hinn núverandi Ölfusárós myndast þegar hinn eldri sem var mun vestar á móts við svokallaða Miðöldu (sem nú er horfin) þegar kvísl færði sig um 5 km. í núverandi farveg myndaðist Skerðingshólmi og þá var ósinn ekki skipfær lengur. Þar hafa trúlega gætt aukins sand og vikurburðar, e.t.v. frá Heklugosinu mikla árið 1104 og frámrás jökla vegna kólnandi veðurfars og hafa jarðirnar Einarshöfn og Óseyrarnes mátt þola vaxandi ágangs vegna sandfoks á næstu árhundruðum. Þegar Jón Ögmundsson varð biskup á Hólum 1106 lét hann flytja inn timbur frá Noregi í nýja kirkju á Hólum og var viðunum skipað í land á Eyrarbakka. 1118 Gerði illviðri mikið. 1120 Mannfellir mikill um landið. 1172 og 1181 Heyhallæri. 1183 Menn tíndust af hafskipi. 1184 Myrkur um Suðurland. 1187 Skipið af Noregi kom ekki. 1193 Myrkrið mikla.1197 Illviðrin miklu.(1199 Flóðið mikla).

1200-1300 Vísir að kaupstað.
Á þessari öld er Einarshöfn höfn Skálholtsbiskupa og aðal útflutningshöfn Suðurlands og hafa þar komið skip Hákons Noregskonungs eftir að íslendingar sóru honum hollustu sína ( Gamla-Sáttmáli 1262.) Mikið sjávarflóð og skipskaðar urðu árið 1234 og má ætla að útvegsbændur hafi hlotið af því mikið tjón. Orkneyskt far brotnar á Eyrum árið 1200. Frostavetur mikill 1202. (1209 tíndust skipin Hjörva-garpurinn og Þjótargreppurinn). Landskjálftar á Suðurlandi 1211. Noregsskipið kom ekki 1219. (Auðbjarnarskip tínist 1223) Skip af Eyrum tínist í hafi 1224. (1227 Skipstjón Jóns fagra Péturssonar) Vorar seint 1229. Braut 5 skip og fórust 3 af 70 árið 1231-1232. Harðindasumar 1233. Skipbrot varð og flóð mikið 1234. Suðurlandsskjálftar 1240. Skip fórst fyrir sunnan land er sigldi frá Noregi 1251. Sex menn fórust í skipbroti á Eyrum 1252. Braut 3 skip á Eyrum 1256. Harðindasumar 1261. Hallærisvetur og sultur 1284. Vetrarhörkur 1291. Suðurlandsskjálftar 1294.

1300-1400 Suðurlandsskjálftar 1300 og 1308. Hafskip braut á Eyrum, þá nýkomið árið 1306. Þrjú skip lögðu upp af Eyrum, eitt tíndist í hafi, en tvö komust til Suðureyja, rænd þar, annað komst til Noregs með skipshafnir beggja skipa 1332. Tvö norsk kaupskip slitnuðu upp af legunni á Eyrarbakka í vonsku veðri árið 1337 og ráku upp á skeiðið vestan Ölfusár og eiðilögðust, var smíðað eitt skip úr viðjunum á Eyrarbakka og siglt til Noregs. Braut skip á Eyrum 1340. "Lýsubússan" sleit upp í stórsjó og brotnaði í spón 1343. (Ögvaldsbússan fór sömu leið í Grindavík og Hafskip við Háfsanda í sama veðri) "Margrétarbússan" þá ferðbúin braut á Eyrum og tíndist góss eitthvað. ("Bessalanginn" braut fyrir Síðu 1347 og fórust 19. Góss mikið tíndist). Kaupskip sökk við Eyrar í aðkomu 1350. "Þorlákssúðin" ferst í hafi, en áhöfn kemst á báti til Grænlands 1382. Skip sökk á Eyrum 1386. Annað tveggja skipa brotnar á Eyrum 1393.
1400-1500 Svalaskipið fórst fyrir sunnan land 1412, (Skipshöfn Andrésar kolls, hraktist á bátum dögum saman og dóu margir af hungri, kulda og vosbúð, en sumir steyptu sér útbyrðis. Frá Dyrhólaey var róið til bjargar 13 mönnum af "Svalaskipinu", en 4 af þeim dóu fljótlega). Íslandsfar lítiðbraut fyrir sunnan land 1413. Ekki var mikið fært í annála á þessari öld, því innlendir skrifarar flestir dauðir af pestum og öðrum hörmungum sem yfir landið gekk og því engin saga.1500-1600 Einarshöfn telst vera alþjóðahöfn samkvæmt dómum lögréttumanna og sýslumanna um hafnir 1545. Eyrarbakki færist undir danakonung þegar hann nær yfirráðum yfir kirkju og landinu öllu. Hunda og kattapest mikil, lagðist og á hrafna 1544. Mótmælenda trú tekin upp 1550. Í aðkomu forgekk þýskt skip fyrir Refstokki, Fórust 9 en 7 lifðu. Strandar þýskt skip á skeri, en öllu bjargað 1560-1580.

1600-1700 Danakonungur heimilar dönsku verslunarfélagi að setja upp sumarverslunarstað í Einarshöfn 1602. (Einokunarverslunin). Kaupfar, sem fara átti til Eyrarbakka, viltist í þokum árið 1617, komst í hafís og varð fyrir miklum hrakningum, urðu hásetar að slá sel á ísnum sér til matar. Eyrarbakkaskipið fór á sker um hvítasunnu 1647?-1649?og brotnaði, menn og góss björguðust.

Pestir: Mislingar (Dílasótt) gerðu innreið og margir dóu úr veikinni, hún kom með Eyrarbakkaskipi frá kaupmannahöfn árið 1644. þetta var í fyrsta skipti sem veikinar var vart hér á landi.
Flóðið mikla: Sjávarflóð og fárviðri olli stór tjóni á Eyrarbakka í janúar 1653. Þá voru öll hús dönsku verslunarinnar flutt á Skúmstaði. Þau voru áður í landi Einarshafnar og lagðist jörðin þá í eiði af völdum sandburðar ásamt jörðinni Drepstokki. 4. desember 1644 kom mikið veður og skaðaflóð.

Verslun: Hans Nansen fær verslunarleyfi á Eyrarbakka árið 1661 .Hans Nansen flytur vörur til og frá landinu til ýmsra landa með leyfi Konungs 1662 (aðalega hefur það verið ull, tólg og skreið). Umdæmishöftum verslunar var komið á 1684 og máttu íbúar í tilteknum héruðum aðeins versla við ákveðna verslun.
Skipaferðir: Skip kom á Eyrarbakka flest ár. 1617 kom ekkert skip. Lenti í hafvillu og ís. Slógu sel til matar. 1619 komu tvö skip, sem var óvanalegt á þessari öld. 1645 danir í ófriði, en Hollenskt skip kom þó. 1649 Þjófaskip kom, gert upptækt. 1654 skipið tafðist úti af brimi, en í höfn 18. júlí. 1654 Hafnafjörður verður varahöfn fyrir Eyrarbakka. 1656 3 skip hlaðin fiski, var þó fiskur eftir. 1659 Ekkert timbur kom. 1673 skipið kom seint.(6. júlí).
Búskapur:
Stóra-Hraun: Þangað er fluttur bærinn er áður stóð við sjó að Gamla-Hrauni 1657. Þar bjó fyrst Benedikt Þorleifsson Skálholtsráðsmaður.

Mannskaðar: 2. febrúar 1653 fórst áttæringur Rannveigar mjóvu á Háeyri með 9 mönnum. Árið 1685 á Góuþræl fórst teinæringur með 9 mönnum.
Samgöngur: Lögferja var sett á fót í Nesi árið 1693 (Óseyrarnesi) og veitti það Selvogi og Þorlákshöfn aðgang að versluninni á Eyrarbakka.
Tíðarfar: Harðir vetur. Hafísar miklir komu fyrir norðan og austan allt fyrir Eyrarbakka og Vestmannaeyjar árið 1694. Úr ýmsum áttum: Árið 1617 lenti Eyrarbakkaskipið í vistaskorti, og þurftu skipverjar að slá sel á hafís sér til matar. Árið1646 kom hið síðara Eyrarbakkaskip nærri fullt með grenivið frá Gullandi, (Kaupm.h) sem kostaði yfir 300 ríxdali, og ætlað til kirkjubyggingarinnar í Skálholti.

1700-1800
Verslun:
Umdæmishöftum verslunar aflétt árið 1732.. Hátt verðlag á timbri í Eyrarbakkaverslun 1751 Tveir hafnsögumenn að störfum á Eyrarbakka þeir Tómas Þorsteinsson og Halli Ólafsson 1752. Útflutningur á Íslenskum hrútum árið1756. Félagsverslun afnumin 1759 -konungsverslun komið á. Timburskortur var oft vandamál eftir miðja öldina þar sem framboð var mun minna en eftirspun. Félagsverslun var svo heimiluð undir lok aldarinnar. Mjölmálið kemur upp-skemt mjöl selt fullu verði. Okurverð á ýmsum vörum um 1770. Árið 1771 var orðin almenn óánægja Árnesinga með verslunina á Eyrarbakka, vöruframboð og verðlag. Árið 1773 komu skipin það seint að menn urðu að sækja vörur til Hafnafjarðar. Konungsverslun-félagsverslun var svo afnumin árið 1774. J. Hojer verður verslunarstjóri Eyrarbakkaverslunar 1783. Didric Christian Petersen verslunarstjóri Eyrarbakkaverslunar 1787. Einokun á verslun var aflétt það ár. Þá kom fríhöndlara-Jagtskipið "Haabet" vorið 1787 frá Björgvin hlaðið kornvöru og brauði til Eyrarbakka og Reykjavíkur. í því voru m. a. 155 tunnur af hörðu rúgbrauði, svokölluðu "svartabrauði". Þetta skip fékk sig fullfermt verkuðum fiski og fór með hann til Björgvinjar. Það voru 433 skp. af flatfiski og 144 skp. af verkuðum saltfiski.- Didrich Chr. Petersen kaupmaður á Eyrarbakka sækir til konungs 1789 um að þurfa ekki að kaupa jörðina Skúmsstaði, þó að verslunarhúsin standi á henni. Árið 1791 missir Petersen verslunarleyfi með Eyrarbakkaverslun vegna gjaldþrots. Meldal amtmaður tekur við en 1793 fær Petersen verslunarleyfi á ný en kemst fljótt í fjárkröggur á nýjan leik,kemst í 500r.d.skuld við kúnna sína og árið 1795 missir Petersen verslunarleyfi Eyrarbakkaverslunar endanlega og Niels Lambertsen tekur við. Skonnorturnar Bedre Tider, Resolutionen og Bosand eru í Eyrarbakkasiglingum á þessum árum.
Skipaferðir: Eyrarbakkaskipið kom flest árin. 1700 Hollensk dugga kom til Þorlákshafnar 26.ágúst. 1706 tvö skip komu. 1707 tvö skip komu, en á því síðara kom "Stórabóla" (pestin). 1711 tvö skip komu, fórust bæði. 1715 -1716 Eyrarbakkaskipið kom seint og varðskip með. 1722 Eyrarbakkaskipið steytti á skeri en bjargaði sér. 1731 "María" skip Jens Jörgensen siglir á Eyrarbakka. 1742 Bakkaskipið slitnar upp af tveim festum. 1743 tvö skip komu, en næstu ár aðalega siglt á Hafnafjörð sem er varahöfn. 1751 Bakkaskip kom og næstu vor á eftir. 1755 meira korn barst vegna Kötlugos. 1761 timburskip kom aukalega en seint. 1763 Bakkaskipið fór um haust, en hraktist til Skotlands og skipverjar rændir. 1765,1767 og 1768 komu tvö skip hvert árið. 1793 og 1795 komu þrjú skip hvert árið. 1780 Bakkaskipið kom í Þorlákshöfn 25.júlí. 1785 "Söndeborg" kom með timbur frá Noregi og 4 spunastokka og hesputré til ókeypis úthlutunar vegna jarðskjálftanna 1784. 1786 "Gertrud Kathine" siglir á Eyrarbakka og tekur einnig saltfisk í Þorlákshöfn og víðar. Bakkaskipin nú tvö "Forellen" og "Rypen" litla, en hún hafði vetursetu. 1788 Húkkortan "Vestmannaöen" kom, en hún hefur komið af og til á Bakkann. Skonortan "Forellen" kom einnig. 1788-1789 Spekulantar farnir að versla í Þorlákshöfn og kom þar "Unge Jakop" frá Björgvin undir stjórn Fisher spekulant. 1795 Skonnorturnar "Betre Tider" og "Resolution" eru nú Bakkaskip. "Bosand" kom líka (Básendaskip).

Búskapur: Nesbærinn á Óseyri fluttur í fimmta sinn undan ábroti Ölfusár 1729 og þá í Refstokkstún (Drepstokk). Eyrar samanstóðu af 19 stórjörðum, 90 smábýlum þurrabúðum og hjáleigum um miðja öldina

Framkvæmdir: Magnús Arason landmælingamaður, mælir höfnina á Eyrarbakka 1721 og telur hættulega, mælir einnig hafnarstæði í Ölfusárósum. Timburkirkja reist á Stokkseyri 1752, Eyrbekkingar áttu kirkjusókn þangað. Viðgerðir á veslunarhúsum standa yfir 1760-1765. Húsið á Eyrarbakka - eitt elsta og merkasta hús landsins, byggt árið 1765 fyrir Eyrarbakkaverslun- Jens Lassen fyrsti vetursetu verslunarstjórinn. Bygging sjóvarnargarða hefst árið 1788.

Slys: Farskip brotnar í fjöru þegar því mistókst að leggjast við festar í vonsku veðri um páska (4.september sama) árið 1700, var mönnum og varningi bjargað. Tvö skip slitna upp 1711, (annað 17. júní og fórust þrír danir og einn íslendingur. Skipið setti upp við Ölfusárós). Eyrarbakkaskip laskast 1714, en var bætt. Danska herskipið Gautaborg (Giötheborg) strandar á Hafnarskeiði vestan Ölfusárósa 7. nóvember árið 1718. "Prins Vilhelm" strandar við Einarshöfn 1. oktober 1723, mannbjörg varð. Eyrarbakkaskip fær mikinn leka og sökk austan Eyjafjalla 1735, komst af öll skipshöfn. Kaupfar slitnar upp og strandar 16. júlí 1737. Eyrarbakkaskip brotnar 1753."Dorothea Richel sleit upp og strandar 1764. "Jómfrú Anna" slitnar upp 3.ágúst 1770. Eyrarbakkaskipið strandar 1777. Póstskipið Síldin ferst með allri áhöfn ásamt 10 Eyrbekkingum við Ölfusárósa 19.september 1781.Eyrarbakkaskip ferst út af meðallandi 1784. Kaupskipið "Emmanuel" strandaði á Eyrarbakka haustið 1785. Farmskipið Johannes, strandaði á leið til Eyrarbakka 1789. Eyrarbakkaskipin Forellen og Vestmannaö stranda 1794. Bryggskipið Anna et Christence strandaði í Einarshöfn 1799.

Pestir: Stóra bóla barst til Eyrarbakka árið 1707 með varningi af farskipi (Klæðakista sú er átt hafði Gísli Bjarnason frá Vetleifsholti í Rangársýslu bar veikina en Gísli andaðist úr pestinni á leið til kaupmannahafnar). Sóttin kom upp í Vetleifsholti í Rangárvallasýslu og herjaði um allt Ísland og var mannskæð farsótt. Sauðfjárveiki skaut upp kollinum árið 1763 og 1769. Skyrbjúgur gerir vart við sig á þessum árum, og er það til merkis um bágan efnahag og fæðuskort.

Löggæsla: Sakamaðurinn Jón Guðmundsson fluttur á skipsfjöl og sendur út til afplánunar árið 1754. Jón Teitsson prófastur kærir 28 menn fyrir helgidagsbrot, en þeir unnu við slátrun fyrir Thomas Windekilde á Eyrarbakka. 27. febrúar 1762. Brynjólfur Sigurðsson Sýslumaður Árnessýslu nýtur aðstoðar Lassens kaupmanns við að innheimta skuldir manna við konung árið 1768 Christian Hartmann kaupmaður neitar að gjalda til Stokkseyrarkirkju og Einar stúdent Brynjólfsson kvartar til yfirvalda 1779. Peningafölsunarmálið kemur upp 1794

Strandgæsla: Forstjórar verslunarfélagsins tala um að senda skipið Ísland vopnað fallbyssum til að hindra ólöglega verslun og fiskiveiðar við Ísland árið 1756

Embætti: Þorleifur Nikulásson á Eyrarbakka sækir um til konungs að verða vicelögmaður. Konungsveiting 16. mars 1764. Bjarni Jónsson prestur 1782.

Ræktun: Garðyrkja hefst samkv.tilskipun Friðriks konungs. Verslunin á Eyrarbakka gefur matjurtarfræ til ræktunar í hinum nýju kálgörðum fólks árið 1755 Tilraunir voru gerðar með rófu rækt árið 1772 sem lofuðu góðu.

Hamfarir: Frostaveturinn "Frosti" skall á 1772 og hafís hamlaði útróðrum og siglingum til Eyrarbakka fram eftir sumri. Öskudagsflóðið 1779, Salthól í Hraunshverfi tekur af. Suðurlandsskjálftar 1784. Bæjarhúsin á Drepstokki falla. Þann 18 janúar og 10. mars 1787 flæðir sjór umhverfis verslunarhúsin á Eyrarbakka. Aldamótaflóðið árið 1799 þann 9.janúar (Básendaflóðið) olli miklu tjóni á Suðurlandi. Hafliðakot tekur þá af. Salthól tekur af öðru sinni og byggðist ekki framar, Margir formenn misstu skip sín brotin upp í fjöru, á Eyrarbakka fórust 9 nautgripir, 63 hross og 58 kindur. Innflutningur á timbri til skipasmíða var hafinn í stórum stíl til að koma upp nýjum fiskveiðiflota í kjölfar flóðsins.

Nýmæli: Veðmálaglíman á Eyrarbakka árið 1729. Skipulagðar laxveiðar hefjast í Ölfusá 1777. Árið 1781 var áætlað að gera tilraunir með hvalveiðar frá Eyrarbakka. Áætlanir um hákarlaveiðar í bígerð 1784. Úr ýmsum áttum: Rottugangs verður fyrst vart á Eyrarbakka með vissu árið 1787, rottur voru þá farnar að naga göt fyrir sig upp úr gólfinu á kornskemmunni á Eyrarbakka. Þegar Skálholtsstóll var lagður niður 1796 var kirkjubrík Ögmundar biskups sett í geymslu í salthúsi á Eyrarbakka og gleymdist hún þar næstu 20 árin. Þegar til átti að taka var hún orðin ónýt af raka og fúa. Bríkin þótti mikill dýrgripur.


1800-1900

Verslun: Lambertsen verslunin vanhaldna og illræmda stendur fram yfir miðja öldina. Lefolii ættin eignast dönsku einokunarverslunina á Eyrarbakka 1868 og um þær mundir eða fram til 1866 rak Eyrarbakkaverslun jafnframt útibú í Hafnarfirði undir forstöðu Peter Ludvig Levinsen auk þess var verslunin með aðstöðu í Þorlákshöfn og Stokkseyri. Mikil stakkaskipti urðu nú á verslunarháttum til hins betra. Á þessum árum var Guðmundur Thorgrímssen verslunarstjóri Eyrarbakkaverslunar en hann settist að á Eyrarbakka árið 1848 hann efldi m.a. áhuga þurrabúðarmanna fyrir kartöflurækt og einnig stóð hann fyrir því að Hraunsá yrði brúuð. Verslunin var sú viðamesta á landinu í tíð Lefolii. Guðmundur Ísleifsson á Stóru Háeyri hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka 1883. Nokkru fyrr eða 1860 hóf Einar borgari Jónsson sinn verslunarrekstur í Einarshúsi. Jörgen Hansen hóf verslunarrekstur 1891, í félagi við Muus í danmörku og hét sú verslun MUUS & co, en Muus var stórkaupmaður í Kaupmannahöfn og eitt sinn ráðherra. Keypti hann reksturinn af Einari borgara. Helstu vörur sem sunnlendingar lögðu inn hjá versluninni undir lok aldarinnar voru: Ull, Lýsi, Saltfiskur, Harðfiskur, Sauðakjöt (saltkjöt) Tólg, Sauðagærur (Saltaðar) og Æðardúnn (hreinsaður). Sumarið 1841 flutti verslunin á Eyrarbakka inn 15.600 potta af dönsku brennivíni og 240 potta af Rommi en til samanburðar flutti Vestmannaeyjaverslunin inn tvöfalt meira magn og Reykjavíkurverslanir fimmfalt meira af brennivíni. Kaupskipin komu aðeins vor og haust og gat því oft brostið á vöruskortur þegar leið á veturinn, þannig varð t.d. mikil kornekla um land allt í oktober 1863.
Skipaferðir: 1800-1813 "Bedre Tider" , "Resolution" og "Bosand" reiða á Eyrarbakka. 1807 Danir í ófrið, en Bakkaskipin náðu heil þetta árið, en næstu ár urðu ferðir stopulli vegna ófriðarins. 1809 Aðeins Bakkaskipið "Betre Tider" (32 tonn) komst þetta árið, en vöruskortur nú mikill. Jörgen Jörgensen hundadagakonungur kom við á Bakkanum, siglir svo á Hafnafjörð og hertekur síðan Reykjavík. Hann lætur síðan reiða 60 klifjahesta undir stjórn 8 Eyrbekkinga til að flytja nauðsynjar úr Reykjavík austur fyrir fjall. 1810-1812 kom ekkert Bakkaskip. 1822 og 1823 kom aðeins eitt Bakkaskip hvort árið. 1813 "Resoulution" kemur sína hinstu ferð án nauðsynjavöru til að sækja ull. " Carlotta" kemur í staðinn og er flaggskip Bakkaflotans næstu ár. Hún fórst þetta ár. 1822 kom Spekulantaskip í Þorlákshöfn og öðru hvoru síðan. 1826 Annað tveggja skipa fórst í Einarshöfn, en "Carlotta" heldur uppi siglingum til 1832. 1836 Lausakaupmannsskipi vísað frá.1839 "Julíus" siglir á Eyrarbakka (Skipstjóri Nielsen). 1845 "Ceres" siglir á Eyrarbakka (Skipstjóri Jeff Nielsen) 1848. Aðeins annað Bakkaskipið komst í höfn, hitt fór til Reykjavíkur og lestaði þar. Vöruskortur í Bakkabúð. 1849 Timburskipið kom ekki. 1850 þrjú Lefoliiskip komu að vori og eitt að hausti. 1851 Fjögur Lefoliiskip, þá timburskip frá Kristjaníu í Noregi, þá tók "Valdemar" skreið til Ítalíu. (Neapal It.) 1853 Bakkaskipin "Ceres" og "Robert" sigla þetta árið. 1859. Kola og saltskipið skilaði sér ekki. 1862 Timbur og tjara barst ekki þetta árið og lítið af kornvöru. 1863 og 1867 komu þrjú skip. Bakkaskipið "Ceres" siglir nú tvisvar á ári og "Prima" eina ferð. 1868 "Ulrika" litla (21,5 tn) og "Fortuna" (61 tn) sigldu þetta vor. 1869 "De 18 Söskende" og "María Kr" sigla bæði vor og haust þetta ár og héðan í frá er gjarnan reiddar nokkrar ferðir vor og haust. 1871 - 1875 bárust 7 skipsfarmar til Eyrarbakka hvert árið. 1880 koma 9 skip,(6 dönsk og 3 ensk). 1884 koma 12 skip (6 dönsk, 5 ensk og 1 norskt. 1885 koma 17 skip, (Lefolii, Einar borgari, Muus verslun, 1 í Þorlákshöfn og 1 á Stokkseyri "Zephyr". 1886 koma 12 skip og 1 í Þorlákshöfn. 1887 koma 3 Lefoliiskip, 2 Spekulantaskip á Eyrarbakka og Stokkseyri og 3 skip í Þorlákshöfn. 1888 koma 9 Lefoliiskip (5 frá Liverpool) 3 skip til Einars Borgara, 3 skip til Guðmundar Ísleifssonar, og tvö Spekulantaskip (Fríkaupmenn). 1890 Fyrsta gufuskipið kemur "J.C. Coghill". (Liklega leigt af Guðmundi Ísleifssyni) 1891 Fyrsta gufuskipið siglir inn á Stokkseyri, (Sænska skonortan "Toncea") 1892 koma 14 skip. 1893 Lefolii reiðir tvö haustskip með kol og salt næstu árin. 1894 Skonortan "Johan" með vörur til Hansen og "Carlotte" með vörur fyrir J.C. Bryde verslun. 1897 komu 11 Lefoliiskip, þ.á m. Thor, Terpsicora, Kristine, Nils, Elbo, Fredericia og Zephyr . (Strandsiglingar hefjast með "Oddi" og "Hjálparanum" litla).
Fiskveiðar: Alla þessa öld voru fiskveiðar stundaðar á opnum róðrabátum og voru haldfæri mest stunduð framan af öldinni. Um eða eftir miðja öldina fóru svokölluð "Lóð" að tíðkast og gáfust þau betur á vor og haustvertíðum heldur en haldfærin. Sjaldnar var þó róið á haustvertíðum vegna brima. Veiðar erlendra flota með ströndinni stóð oft fiskgengd fyrir þrifum inn á heimamiðin, en róðraskipin gátu ekki sótt eins langt og erlendu fiskiskúturnar, t.d hrjáði alvarlegt fiskleysi Sunnlendinga haustið 1877 og lentu margir í bágindum vegna þess. Oft urðu menn að hleypa skipum sínum til þrautarlendingar í Þorlákshöfn þegar skyndilega gerði stórbrim og válynd veður og tóku vermenn í Þorlákshöfn ætíð vel á móti hrakningsmönnum þessum. Þorlákshöfn var þrautalending sjómanna frá Loftstöðum,Selvogi, Eyrarbakka og Stokkseyri. Stundum urðu menn að taka skip sín heim landleiðina og var það oft erfitt og seinlegt verk nema síst þegar ís var undir.

Framkvæmdir: Hleðsla sjógarða hefst á Eyrarbakka 1830.

Iðnaður: Á Bakkanum bjuggu iðnaðarmenn af ýmsu tagi, svo sem snikkarar, skipasmiðir, söðlasmiðir og hagleiksmenn á járn, gull og silfur. Árið 1853 setti dr. Jón Hjaltalín upp þangbrennslu á Eyrarbakka til framleiðslu á Joði og Glaubersalti til lyfjagerðar og var það fyrsta verksmiðja sinnar tegundar hér á landi.

Þjónusta: Bárður Nikulásson í Garðbæ setur á fót Hótel Ingólfur 12.júní 1883

Ræktun og landbúnaður: Hafliði Kolbeinsson hefst handa við kartöflurækt í Hafliðagarði 1844. Árið 1877 tóku G.Thorgrímsen verslunarstjóri á Eyrarbakka og síra Stefán Stephenssen á Ólafsvöllum sig til um að flytja inn fyrsta svínið. Tilgangurinn var að byggja upp íslenskan svínastofn í samvinnu við Húss og bústjórnarfélag suðuramtsinns og var fyrihugað svínabú ætlað í Skeiðahreppi. þeir fengu svo loforð frá danska landbúnaðarsambandinu um innflutnig á einum gölt og tveim gyltum.

Skipstapar og sjóslys: Átta menn af skipi frá Eyrarbakka fórust við Þorlákshöfn árið 1812 fimm komust af. Skonnortan Resolution fórst á Eyrarbakka 1813.Skonnortan Velunas, (Skipstjóri: E. Paulsen,) strandaði í höfninni 9. júlí 1846 Farmskip strandar á Eyrarbakka 1847. Waldemar fórst 1855. Absalon, fórst 15. maí 1859 á Eyrarbakka. Bakka skonnortan Olaf Rye fórst í Njarðvík 1859. Sophie af Odense strandaði á Eyrarbakka 2. okt. 1861. Jagtskipið "Ingólfur" frá Eyrarbakka strandar með fullfermi af salti á Slignafjöru í Meðallandi 1.apr.1862, allir 5 skipverjarnir komust af. Emma María sleit upp 21. sept. 1870. A Thorkelsens Minde, strandar á Eyrarbakka 1875. Elbö, strandar á Eyrarbakka 3. maí 1879. Franska fiskiskútan "Dunkerque" sökk við Eyrarbakka 1. apríl 1882. Anne Lovise strandaði á Hafnarskeiði 22.sept. 1883. "Aktiv" brotnaði á Eyrarbakka 12. sept. 1883. Farmskip hlaðið korni strandar á Eyrarbakka 1885. Franska fiskiskútan "Helene" frá Dunkerkque, strandar á Hafnarskeiði 1886. Róðrabátur Tyrfings Snorrasonar 20. mars 1863 með 15. mönnum, bátur í eigu Þorleifs Kolbeinssonar 13. apríl 1870 með 5 mönnum, bátur Sæmundar Bárðarsonar 21. apríl 1886 með 10 mönnum, bátur Sigurðar Grímssonar 25.mars 1891 með 9 mönnum, bátur Torfa Nikulássonar 20. mars 1897 með 9 mönnum. Franska fiskiskútan "Chormaui" strandar við Þorlákshöfn 2. maí 1888. "Johanne Marie" strandar á Eyrarbakka í júní 1892. Stokkseyrarskipið "Keppler" strandar vorið 1894. Norskt "Timburskip" strandar á Stokkseyri 27. apríl 1895. Vöruskipið "Kepler" strandar í Skötubót 3. maí 1895. Stokkseyrarskipið "Alliene" strandar á Stokkseyri 31. ágúst 1896. Franska fiskiskútan "Isabella" frá Dunkerkque neyðist til að hleypa upp í Stokkseyrarfjöru, 18 mönnum bjargað í Stokkseyrarbáta.

Stofnanir: Á síðari hluta aldarinnar var sýsluskrifstofa Árnessýslu staðsett á Eyrarbakka. Barnaskóli var stofnaður 1857. Ábyrgðarsjóður opinna áraskipa stofnaður 1884. Eyrarbakkahreppur stofnaður 18. maí 1897. Búnaðarfélag Eyrarbakkahrepps stofnað 1897. Eyrarbakki verður sérstakt læknishérað þann13. október 1899.

Kirkjan: Eyrarbakkakirkja vígð í desember 1890 teiknuð af Jóhanni Fr. Jónssyni. Áður höfðu Eyrbekkingar átt sókn í Stokkseyrarkirkju, en hún var byggð árið 1886 og var yfirsmiður hennar Jón Þórhallson snikkari.( Jón sigldi síðan vestur um haf.) Bygging Eyrarbakkakirkju var að mestu kostuð af gjafafé og samskotum.

Barnaskóli: Föstudaginn 25. október 1852 var barnaskólinn á Eyrarbakka settur í fyrsta sinn. Hann var stofnaður fyrir samskot almennings í héraðinu og forgöngu Páls Ingimundarsonar í Gaulverjabæ, Guðmundar Thorgrímssonar verslunarstjóra á Eyrarbakka og Þorleifs Kolbeinssonar á Háeyri.Hreppstjóra (Stokkseyrar.hr.) Árið 1866 gengu 12 börn í skóla en árið eftir urðu þau 16 (11 drengir og 5 stúlkur) Það sem var fremur til að efla áhuga stúlkna á skólagöngu var ókeypis tilsögn í hannyrðum og söng sem dætur Guðmundar Thorgrímsens verslunarstjóra veittu. Þá kendi P.Nielsen að auki piltum leikfimi. Þegar ný löggjöf um menntun unglinga leit dagsins ljós um 1880 þá fjölgaði nemendum barnaskólanna á Eyrarbakka og Stokkseyri umtalsvert. Þá var að auki haldinn sunnudagaskóli fyrir fullorðna þar sem kend var danska, reikningur,íslensk réttritun og söngur. Árið 1881 stunduðu 60 fullorðnir nám í sunnudagaskólanum. Skólastjóri barnaskólans var Magnús Helgason. Sameginlegt skólahald á Eyrarbakka og Stokkseyri hélst til 1897.

Samgöngur: Hafist handa við gerð vegar um Nesbrú milli Eyrarbakka og Kaldaðarnes 1878. Efnið í Ölfusárbrú kom til landsins 20.ágúst 1890 með skipinu Mount Park, en vegna veðurs komst skipið ekki til Eyrarbakka og lagði skipið upp í Hafnafyrði. Þaðan var brúarefnið flutt með seglskipi Guðmundar kaupmanns Ísleifssonar til Eyrarbakka. Brúarefnið var síðan dregið á sleðum á harðfenni og ís þá um veturinn upp að Selfossi og var því verki að mestu lokið 26.janúar 1891. Árið 1893 kemst Eyrarbakki á áætlunarleið gufuknúna standferðaskipsins "Ernst" en eigandi þess var Jónas J Randulf. Framkvæmdir hefjast við gerð Eyrarbakkavegar til Selfoss 1898.

Vesturferðir: Hinn 12. maí 1870 lögðu fjórir ævintýramenn af stað frá Eyrarbakka til Vesturheims en þeir voru: Forsprakki ferðarinnar prestsonurinn Jón Gíslason (Ísleifssonar í Kálfholti) búðarsveinn, Árni Guðmundsson snikkari frá Litla-Hrauni á Eyrarbakka, Guðmundur Guðmundsson frá Mundakoti og Jón Einarsson frá Reykjavík vinnupiltur dr. Jóns Hjaltalín .Fóru þeir utan með póstskipinu Diönu 19.maí 1870. Fleiri Flóamenn fylgdu svo í kjölfarið svo sem Ólafur Hannesson frá Eyrarbakka ásamt konu sinni, Wickhmann er var verslunarmaður á Eyrarbakka og Jón Gíslason frá Selalæk. Bárður Nikulásson í Garðbæ fer til Ameríku 1886. þeir setjast allir að á Washingtoneyju á Michiganvatni í Wisconsinríki.

Félög: Bræðrafélagið (bindindisfélag) stofnað 1885 þá voru tvær stúkur í framhaldinu og hétu þær Eyrarrósin nr.7 og Nýársdagur nr.56. fékk félagið því síðar framgengt að verslanir á Eyrarbakka og Stokkseyri (utan eins kaupmanns) seldu ekki sjómönnum né plássmönnum vín eða önnur ölföng. Einn kunnasti styrktarmaður þessa félags var P.Níelsen faktor hjá Lefolii verslun. Gleym mér ei barnastúka nr. 5 var stofnuð á Eyrarbakka 1886. Kvenfélagið á Eyrarbakka stofnað 25.apríl 1888. Stofnendur félagsins voru 12 konur og lagði hver þeirra til 1 kr. í félagssjóð. Fyrsti formaður kvenfélagsins var Eugenia Nielsen.

Tíðarfar: Veturinn 1848 mikill snjóavetur. Mikill ísavetur og hinn mesti frostavetur 1881. Þá lagði ísa norðan að öllu landinu á svæðinu frá Látrabjargi, norður, austur og suður að Eyrarbakka.

Hamfarir: Mikla snjóa og frost gerði í janúar 1889, 23-24 dags mánaðarinns gerði miklar leysingar og flæddi Ölfusá sem þá var öll ísi lögð yfir bakka sína við Brúnastaði og flaut hún niður allan vestur Flóan, Sandvíkur,Hraungerðis og Stokkseyrarhrepp og vesturhluta Gaulverjabæjarhrepps til sjávar. Margir bæir standa einmanna upp úr vatninu. Hraunsá og aðrir lækir eru sem stórfljót og varð að ferja yfir þá. Jarðskjálfta vart 30.apr. 1889 kl. 09:10. Suðurlandsskjálftar 1896.

Embætti: Guðmundur Ísleifson frá Stóru Háeyri fyrsti hreppstjórinn í Eyrarbakkahreppi 1897en áður hafði Eyrarbakki tilheyrt Stokkseyrarhreppi.
Prestar: sr. Björn Jónsson 1863 sr.Gísli Thorarensen 1873
Héraðslæknir: Skúli Thorarensen 1842-1872Skólastjórar: Magnús Helgason um 1880. Pétur Guðmundsson.

Eyrarbakkahreppur: ( stofnaður 18.maí 1897 ) Árið 1880 lögðu Sunnlendingar til við alþingi að Eyrarbakki fengi kaupstaðaréttindi en þingmenn voru fæstir hlyntir þeirri málaleitan. Jón Pálsson fyrsti oddviti Eyrarbakkahrepps 1897-1898 Pétur Guðmundsson oddviti 1898-1903

Íbúafjöldi á Eyrarbakka:


249 íbúar árið 1870
483 íbúar 1.des 1885
483 íbúar 1.des 1886
484 íbúar 1.des 1887
534 íbúar 1.des 1888
654 íbúar 1.des 1892
Nýmæli: Thorgrímsen hefur útflutning á nautakjöti. Gísli Gíslason silfursmiður hefur skipulagðar veiðar í Ölfusárósum 1898. Árið 1847 kom píanó til G. Thorgrímssens á Eyrarbakka og var enn til 100 árum síðar að sögn.


Úr ýmsum áttum: Um og eftir 1847 verða straumhvörf í tónlistarlífi á Bakkanum með komu Thorgrímssensfólksins til Eyrarbakka. Tveggja m. langan og 76 kg. þungan túnfisk rak óskemmdan á Eyrarbakka 7. sept. 1880 og er það í fyrsta sinn sem túnfisks verður vart á þessum slóðum svo vitað sé. Árið 1880 var Þorleifur Kolbeinsson sæmdur Dannebrogsorðunni. Fór sú athöfn fram í Stokkseyrarkirkju. Sigurgeir biskup er fæddur að Túnprýði á Eyrarbakka í Árnessýslu, 3. dag ágústmánaðar 1890. Voru foreldrar hans þau Sigurður Eiríksson regluboði og kona hans Svanhildur Sigurðardóttir;

1900-2000
Verslun:
Gestur Einarsson frá Hæli rekur pöntunarfélag 1903. Verslunarfélagið Hekla stofnað í maí 1904. Verslunarfélaginu Heklu breytt í Kaupfélagið Hekla 26. janúar 1907. Lefolii verslun seld Einarshöfn hf 1.september 1909 eftir 42 ára verslunarsögu undir merkjum Lefolii. Andres Jónsson frá Móhúsum setur upp verslun á Eyrarbakka 1913 í húsi Sigurðar bóksala Guðmundssonar og rekur til 1928. Bergsteinn Sveinsson setur upp verslun í Nýjabæ 1915. Ólafur Helgason setur upp verslun í Túnbergi 1920 (Ólabúð). Millilandasiglingar leggjast af að mestu 1915. Guðlaugur Pálsson hefur verslunarrekstur á Eyrarbakka 1917. Guðmunda Níelsen setur upp verslun í Miklagarði 1919. Einarshafnarverslun seld verslunarfélaginu Heklu 1919. Kaupfélagið Hekla leggur upp laupanna og Kaupfélag Árnesinga eignast allann húsakost félagsinns 1925. Sigurjón Jónsson frá Skúmstöðum setur upp timburverslun 1926. Kaupfélag Árnesinga setur upp útibú á Eyrarbakka 1942. Verslunin Höfn á Selfossi kaupir verslun Guðlaugs Pálssonar 1964. Þór Hafdal og Jensína Jensdóttir setja upp verslun í gömlu Ólabúð 1983. Ársæll Ársælsson kaupmaður á Selfossi tekur við söluskála Olís á Eyrarbakka í desember 1988 og rak hana undir nafninu Sælabúð, en árið eftir taka Aðalheiður Sigfúsdóttir og Ási Markús við rekstrinum undir nafninu Ás-Inn. Kaupfélag Árnesinga hættir rekstri á Eyrarbakka 1989 eftir 60 ára starfsemi og það sama ár tekur verslunin Ólabúð húsnæði verslunarinnar á leigu.Verslunin Ólabúð var áður til húsa að Túnbergi og rekin af Hjálmari Gunnarssyni málarameistara og Guðrúnar Melsteð frá árinu 1988 er þau keyptu rekstur hennar.

Vesturferðir:
Stefán Stefánsson heldur til vesturheims 1903, fór hann frá Íslandi með Laura 21.okt til Skotlands en þaðan vestur með M/S Parisian.

Vor og haustskipin: Bakkaskipin héldu áfram uppi siglingum fram eftir öldinni. 1903-1904 kom Gufuskipið "Nordlysed" með vörur fyrir "Gestsfélagið" (Gestur á Hæli og kapfélagið Hekla) /4000 tonn. 1904 komu 3 haustskip til Lefolii. 1905 Gufuskipið "Modest" kom. 1907 kom gufuskip með vörur til Kf. Heklu.1910 var Lefolii með 6 skip í siglingum til Eyrarbakka. (Kong Helge, Perwie, Svend, Vonin, Hólar og Henry). 1912 komu Svend, Vonin og Perwie. 1913 kom Hólar, skonnortan Henry og Vonin. Síðasta skonortan til Eyrarbakka kom 1931. Frá 1922 til 1939 komu að jafnaði 2 til 7 gufuskip á ári og 5 til 10 vélskip. Þegar síðari heimstyrjöldin skall á 1939 komu síðustu Bakkaskipin, tvö gufuskip og 4 vélknúin skip. Siðan hefur ekkert hafskip komið með vörur til Eyrarbakka, enda var þá úti um millilandaverslunina.
Framkvæmdir:
Vegagerð Eyrarbrautar milli Eyrarbakka og Ölfusárbrúar lýkur árið 1900. Árið 1977 var svo byrjað á að leggja olíumöl á veginn og var það gert í áföngum, en það var þó ekki fyrr en 5 árum síðar að því verki var lokið og ökumenn þurftu ekki lengur að hossast á holóttum veginum. Frá árinu 1979 eru götur þorpsins malbikaðar í áföngum.
Sjóvarnir:
Lokið við gerð sjógarðshleðslu með öllu landi Eyrarbakkahrepps árið 1909. Efnið er púkkað upp úr fjörunni og hlaðið upp í garð sem er um 4 fet á breidd. Endurbygging nýrra sjóvarnargarða hefst 1990 sem síðan var að fullu lokið við árið 1997. Efnið er tekið úr hrauni ofan þorpsins ásamt stórgrýti sem flutt er ofan úr Grímsnesi og hlaðið upp sjávarmegin við eldri sjógarðinn.

Uppgræðsla:
Árið 1911 var hafist handa við uppgræðslu sanda vestan þorpsinns. Það svæði gekk síðan undir nafninu "Sandgræðslan". Uppgræðsla sandanna fór upphaflega þannig fram að hlaðnir voru lágir grjótgarðar í hæfilega reiti til að stöðva hreyfingu sandsins. Síðar tók Landgræðsla ríkisins við að sá melgresi á sandanna sem eru í dag uppgrónir melgresishólar.

Litla Hraun:
Það var baráttumál margra Eyrbekkinga að sjúkrahús yrði byggt á Bakkanum enda voru ýmsir sjúkdómar landlægir á svæðinu svo sem berklar. Hugmyndina og helsta baráttukona fyrir stofnun sjúkrahús austan fjalls var Eugenia Nielsen í Húsinu. Árið 1919 var hafist handa við byggingu sjúkrahúsins að Litla- Hrauni fyrir söfnunarfé og styrki, en það hús átti þó aldrei eftir að sinna sjúkum því fljótlega var því ætlað að hýsa afbrotamenn. Fyrr á tíð var þar fjárrétt sem nefndist "Fæla" og færðist sú nafngift meðal heimamann yfir á fangelsið á fyrstu árum þess,en nú orðið er það einfaldlega kallað "Hraunið". Árið 1971 er byggð ný álma við fangelsið Litla Hraun og árið 1994 er byggt þar nýtt fangelsi. Það var þó löngu fyrr sem yfirvaldið fór að hýsa sakamenn á Eyrarbakka, t.d. árið 1861 vÁ árunum 1938-1940 voru mýrarnar þurkaðar upp með gerð framræsluskurða.ar Jón Runólfsson frá Bakkakoti í Landeyjum hafður í varðhaldi hjá Sigurði hreppstjóra Magnússyni á Skúmstöðum meðan á stóð sakarransókn. Jón Runólfsson strauk síðan úr fangavistinni eins og fangar síðari tíma á Hrauninu og varð af því mikið havarí og eftirför alla leið austur í Landeyjar.

Ræktun og landbúnaður:
Fyrsta ripsberjatréð var gróðursett vorið 1915, það var græðlingur og á fyrsta vetrardag fannst á því fyrsta ripsberið. Framkvæmdir við gerð Flóaáveitunar hófust 1918 og stóðu til 1927 og náðu skurðir hennar yfir um 12 þúsund hektara lands. Vatninu var veitt úr Hvítá við Brúnastaðaflatir. Framkvæmdin var ein sú mesta á Íslandi á þessum tíma. Áætlanir um Flóa og Skeiða áveitur voru þegar komnar á teikniborðið árið 1907. Á árunum 1938-1940 voru mýrarnar ofan Eyrarbakka þurkaðar upp með gerð framræsluskurða og hófst með því skipulögð túnræktun.

Holræsaframkvæmdir:
Árið 1929 voru handgrafnir tveir skurðir þvert gegnum Bakkann ofan af dælum og niður í sjó lagðir steinrörum og var vatni ofan af dælunum veitt þar í gegn og landið þannig þurkað upp. Jafnframt var frárensli húsa veitt í þessi holræsi. Fækkaði þá kömrum sem áður voru við nálega hvert hús.

Rafmagn:
Árið 1946 voru samþykkt raforkulög og þá um vorið var hafist handa við að leggja raflínu að Eyrarbakka og Stokkseyri frá Ljósafossi. Þá var myndaður vinnuflokkur frá Eyrarbakka sem hóf að grafa stauraholur frá Stóra-Hrauni að Selfossi og áfram í átt að Ljósafossi. Fyrir þessum hópi var Hannes Andresson frá Eyrarbakka og var hann því fyrsti línuverkstjóri hjá RARIK og starfaði þar í áratugi. Í september 1946 kom svo norskur vinnuflokkur frá Betonmast A/S í Noregi og hóf að reisa stauranna. Siðan var fenginn vinnuflokkur frá Húsavík og unnu þeir að línulögninni þá um veturinn ásamt vinnuflokknum af Eyrarbakka og Norska vinnuflokknum. Norski verkfræðingurinn Karl Bentzen vann að útfærslum og línuhönnun og annaðist pantanir að utan. Haustið eftir var þessu verki lokið ásamt línu frá Selfossi að Hellu og nú var slökt á rafstöðinni á Eyrarbakka í síðasta sinn, en hún var fyrst gangsett 1927.
(Heimild: Hilmar Þór Sigurðsson)

Hafnargerð:
Árið 1917 mætti sjóliðsforingi af danska herskipinu "Íslands Falk" og mældi nákvæmlega höfnina og innsiglingu og gerði nákvæman uppdrátt af hafnarsvæðinu og var tal manna að hér mætti byggja höfn fyrir 100 mótorbáta. P.Nielsen faktor áætlaði að slík höfn mundi kosta 150.000 kr. og var þá áætlað að gera mikinn garð frá Sigguhlein að Hrafnskeri. Höfnin varð þó aldrei svo stór í sniðum þegar miklar hafnarframkvæmdir hófust loks við Einarshöfn árið 1963, en þar hafði verið gerð bátabryggja á hleini við svokallaðann "Festarstein" árið 1946. Þá er lokið við nýjan 330 metra hafnagarð árið 1968 en áætlun um þennan garð leit fyrst dagsins ljós árið 1934 en fjárskortur hamlaði gerð hans. Áfram er unnið að hafnarbótum árið 1970 og skipakví gerð. Höfnin er svo dýpkvuð og endurbætt árið 1971. þá er endurbættur viðlegukantur við höfnina árið1977. Síðan fær höfnin að drabbast niður og er afskrifuð í lok aldarinnar. Aðrar bryggjur voru svokallaðar "Heklubryggja" og "Vesturbúðarbryggja", en þær voru byggðar á fyrrihluta 20. aldar og sér nú aðeins rústir af hinni fyrrnefndu eftir að jarðýtu var sigað á þessar söguminjar.


Vatnsveita:
1971 er vatnstankur byggður, þar er safnað vatni frá borholu í Kaldaðarnesi, sem boruð var nokkrum árum fyrr.(Tilraunir til að bora eftir köldu vatni í þorpinu nokkrum árum áður skiluðu ekki árángri þar sem vatnið úr holunum var óhæft til neyslu. Urðu Eyrbekkingar þá að sækja sitt vatn í brunna, sem áttu það til að þorna upp í þurkatíð.) Tilraun var gerð til að bora eftir heitu vatni, borað var 300 metra djúp hola NV af Húsinu árið 1978. Framkvæmdir við lagningu hitaveitu frá Laugardælum að Eyrarbakka og Stokkseyri hefjast um 1980-en viðræður um lagningu hitaveitu hófst 1974 eftir olíukreppuna miklu. Um hitaveituna var stofnað fyrirtækið Hitaveita Eyra sem sameinaðist löngu síðar hitaveitu Selfoss. Fyrsta húsið á bakkanum er svo tengt við nýju hitaveituna 15.okt 1981 en það var barnaskólahúsið,en þetta sama ár var lokið við viðbyggingu við skólann.Iðnaður:Trésmíðastofa, stofnsett 1930 af tveim vöskum mönnum, Bergsteini Sveinssyni og Vigfúsi Jónssyni trésmiðum. Árið 1940 er hér i þorpinu er starfrækt vinnustofa á vegum Heimilisiðnaðarfélags íslands og er til húsa þar semGarður heitir (Húsið). Sama ár er stofnað Mófélag Eyrarbakka. Félgainu var ætlað að vinna mó til húshitunar í stað kola. Verkamannafélagið Báran og Eyrarbakkahreppur stóðu að félaginu og var tekið á leigu land undir Ingólfsfjalli til þessara starfsemi. Vorið 1936 hóf Kristján Guðmundsson í Pípuverksmiðjunni í Reykjavík vikurnám á Eyrarbakka til framleiðslu á einangrunarplötum.

Þjónusta: Ungmennafélag Eyrarbakka byggði árið 1939 gufubaðstofu og starfrækti um skeið. Iðnskóli var settur á fót 1940.
Sjóslys:"Thor" vöruskip Lefolii fórst árið 1900. Franska fiskiskipið " Pirre Loti" strandaði vestan við Gamla Hraun 1905. Enskur togari strandaði austan Stokkseyrar 1905. Stokkseyrarskipið "Guðrún" strandaði á Stokkseyri 27. apríl 1905, (Skip Ólafs kaupmanns). Stokkseyrarskipið "Union" fórst við Grindavík 27. júlí 1906. Stokkseyrarskipið "Christine" (frá Marstal) strandaði á Stokkseyri 13. sept. 1906. Gufuskipið Njáll strandar í aftaka veðri 1906. "Svend" skip Einarshafnarverslunar rak upp í landsteina við Þorlákshöfn í oktober 1911. Þann 13.apríl 1926 gerði sunnan storm og 9 bátar frá Eyrarbakka og Stokkseyri náðu ekki lendingu vegna stórstreymis brims og brotnaði einn bátana í átökum við stórsjóinn en allir skipverjar björguðust um borð í nálægan togara. 18. febrúar 1927 strandar þýskur togari við Þorlákshöfn. Sæfari (áður "Framtíðin") ÁR ferst á Bússusundi 5.apríl 1927 og með honum 8 menn. Þann 13.júli 1927 strandaði Norska kolaskipið Algo við Eyrarbakka þegar vél þess bilaði, en þá var skipið að leggja af stað til Grindavíkur. Algo náðist svo á flot þrem dögum síðar. Færeyska mótorskipið "Nolsoy" fórst suður af Bakkabugt 1934 með allri áhöfn 19 mönnum. Enski togarinn "Lock Morar" strandar við Framnes 1937 með 12 manna áhöfn.
Tveir menn drukkna á uppskipunarbátnum "Dúfu" sem vb. Hermann var með í drætti á leið frá Þorlákshöfn til Eyrarbakka árið 1940. Mennirnir voru Halldór Magnússon, frá Hrauni í Ölfusi, um fertugt að aldri og Ingvar Þórarinsson, frá Stigprýði á Eyrarbakka, 20 ára gamall. Bátarnir voru í eigu Kaupfélags Árnesinga. Tveir bátar eyðilögðust með öllu á legunni í Þorlákshöfn þann 28.mars 1940, en það voru bátarnir Freyr frá Eyrarbakka og Svend frá Stokkseyri. Rak þá á land og mölbrotnuðu þeir báðir. Norskur fallbyssubátur strandaði á skeri við Eyrarbakka 18. febrúar 1941, en náðist á flot skömmu síðar. Hann hafði verið við eftirlit á vegum breska sjóhersins.
Þann 5. oktober 1937 strandaði danska skútan "Hertha" við Eyrarbakka, en hún var að flytja timburfarm til Kaupfélags Árnesinga. Skipið var mannlaust þar sem áhöfnin hafði verið flutt í land þegar óttast var að skútan myndi slitna upp sökum mikils brims. Skútan var frá Marstal, 200 smálestir með hjálparvél. 7 manna áhöfn var á skútunni. Fiskibáturinn Jóhann þorkelsson rekur upp í fjöru en er bjargað á flot af Björgun hf 1958. Kristján Guðmundsson ÁR 15 slitnar upp af legu og strandar í janúar 1964, bátnum er síðan bjargað á flot af fyrirtækinu Björgun. Jón Helgason ÁR- 50 tonna bátur strandar á Eyrarbakka 1965,flakið síðan brent á áramótabrennu. Öðlingur ÁR brennur í slipp 1965. Fjalar ÁR strandar í fjörunni 14.mars 1968 og er gert við hann þar og hann síðan dreginn á flot á Sjómannadaginn. Hafrún (eldri) ÁR 28 brennur á sjó 1975,mannbjörg varð. 1976 Hafrún ÁR-28 ferst út af Reykjanesi 2. mars með allri áhöfn. Sólborg ÁR 15 sekkur í höfninni eftir stórsjó 3.nóv.1975 þrír aðrir bátar eiðilögðust í höfninni, Askur, Skúli fógeti og Sleipnir. Trillan Þerna ÁR frá Eyrarbakka ferst út af Stokkseyri með tveim mönnum en annar þeirra komst á kjöl og var bjargað 20.mars 1980. Bakkavík ÁR ferst á Bússusundi 7. september 1983 og með henni tveir menn. Einn maður kemst af. Ungur maður druknar í höfninni 1996.

Félög:
Árið 1899 var við lýði lúðrafélag á Eyrarbakka og sagt vel æft. Frá því um aldamótin var starfandi lestrarfélag sem lánaði út bækur til almennings gegn vægu gjaldi og hét það Lestrarfélag Eyrarbakka. Verkalýðs og sjómannafélagið Báran stofnuð í desember. 1903 (framhaldsstofnfundur febr.1904 Sigurður Eiriksson regluboði stóð fyrir stofnuninni.) Ungmennafélag Eyrarbakka stofnað 5. maí 1908 í forsvari fyrir félagið var í fyrstu P.Níelsen í Húsinu. Skotfélag Eyrarbakka stofnað í nóvember 1911 félagsmenn um 20 talsinns, félaginu var ætlað að efla áhuga á skotveiðum. Fótboltafélag stofnað 1913. Skátafélagið Birkibeinar á Eyrarbakka stofnað1920 undir forustu Aðalsteins Sigmundssonar kennara, en hann endurreisti U.M.F.E á sama tíma, þ.e. 5. maí 1920. Björgunarsveitin Björg var stofnuð 21.desember 1928 fyrir tilstuðlan Jóns E Björgvinssonar erindreka SVFÍ. Fyrstu stjórn deildarinnar skipuðu þorleifur Guðmundsson fv.alþ.m. Jón Hegason skipstjóri og Jón Stefánsson ritari. Áður hafði Bergsteinn Sveinsson í Brennu verið skipaður umboðsmaður SVFÍ á Eyrarbakka. Trésmíðafélag Árnessýslu stofnað 25.febrúar 1933. Stofnun Nautgriparæktarfélags Eyrarbakkahrepps 26.janúar1935. Eyrbekkingafélagið í Reykjavík stofnað 1940 og var fyrsti formaður þess alþ.m. Þorleifur Guðmundsson frá Háeyri. ári síðar hugði það á stofnun þjóðminjasafns á Eyrarbakka og smíði sjóbúðar og áraskips í fullri stærð,en þessar hugmyndir komust þó ekki nema að litlu leiti til framkvæmda. Félagið stóð m.a. fyrir Jónsmessu hátíðum á Eyrarbakka ásamt góðu fólki af Bakkanum. Stóðu hátíðir þessar jafnan í tvo daga. Leikfélag stofnað 1943. Þingstúka Árnessýslu stofnuð í maí 1943.Tónlistafélag stofnað 1960 af Ása Markús Þórðarsyni, Vigfúsi Jónssyni og Kristjáni Guðmundssyni. Æskulýðsfélag Eyrarbakkakirkju Æ.F.E stofnað af sr.Valgeiri Ástráðssyni 1973. Samtök áhugamanna um dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka var stofnað 14.nóvember 1985 fyrir forgöngu Ása Markús.
Byggingar:
Læknisbústaður að Sólvöllum byggður 1945. Framkvæmdir hefjast við byggingu fiskverkunarhús 1971. (Einarshöfn) Kartöflugeymslur eru byggðar í svokallaðri Sandgræðslu og Eyrarbakki hefst til nýrrar sóknar. Bygging viðlasjóðshúsa vegna vestmannaeyjagossins hefst 1973, Það voru norsk hús flutt inn af Viðlagasjóði. Eyrarbakkakirkja stækkuð lítilega og endurgerð árið 1977. Fyrstu verkamannabústaðirnir eru byggðir 1986, en undirbúningur þess hófst árið 1982 þegar kannanir sýndu að þörfin var fyrir hendi og fluttu fyrstu íbúarnir inn haustið 1986. Byggingameistari var Stefán Stefánsson. Byggt við samkomuhúsið Stað 1994.

Óseyrarbrú vígð 3.september 1988. Brúin er 360 metra löng og kostaði smíði hennar um 280 miljónir króna. Öflug barátta fyrir brúargerðinni hófst upp úr 1975 (brúin hafði í raun verið lengi á óskalista og komst á brúarlög árið 1952 fyrir tilstilli Sigurðar Ó. Ólafssonar og Jörundar Brynjólfssonar) og var markmiðið með henni að efla atvinnustarfsemi á Eyrarbakka og Stokkseyri tengdri útgerð frá Þorlákshöfn. Einn ötulasti baráttumaður fyrir brúnni var Vigfús Jónsson fyrrum oddviti á Eyrarbakka.
EmbættiHreppstjórar: Jón Einarsson í Mundakoti verður hreppstjóri 1903. Magnús Oddson símaverkstjóri verður hreppstjóri 1937. Ólafur Helgason kaupmaður verður hreppstjóri 1947. Sigurður Kristjánsson kaupmaður verður hreppstjóri 1960. Hjörtur L Jónsson í Káragerði verður hreppstjóri 1969. Inga Lára Baldvinsdóttir í Garðhúsum verður hreppstjóri 1988. Skólastjórar: Pétur Guðmundsson, Aðalsteinn Sigmundsson 1919-1923 Guðmundur Daníelsson rithöfundur 1948-1968 Óskar Magnússon 1968-1996 Arndís Harpa Einarsdóttir 1996 og þar til skólinn var sameinaður barnaskóla Stokkseyrar 1998.

Prestar.
sr. Gísli Skúlason.
sr. Árelíus Níelsson
sr. Magnús Guðjónsson
sr. Valgeir Ástráðsson 1973
sr. Úlfar Guðmundsson 9.nóvember 1980


Stofnanir:
Síminn tók til starfa á Eyrarbakka 1909 þá var komið á símasambandi milli Eyrarbakka Tryggvaskála við Ölfusárbrú og Reykjavíkur. Fljótlega upp frá því hófst svo einkasímavæðingin. Árið 1920 var síðan lögð símalína frá Eyrarbakka til Þorlákshafnar. Árið 1947 kaupir síminn nýtt hús á Eyrarbakka undir starfsemi sína. Rafstöðin á Eyrarbakka gangsett 1920. Fangelsið á Litla-Hrauni sett á fót 1929. Samyrkjan sett á fót 1932. Iðnskólinn á Eyrarbakka settur á stofn 1939 Hraðfrystistöðin hf. sett á fót.1943 Ræktunarsamband Eyrbyggja stofnað 1947. Félagið eignast T-D-9 beltadráttarvél sama ár. Tónlistaskóli stofnaður 1960. Leikskólinn Brimver tók til starfa 17. mars 1975. Leikskólinn Brimver fær nýtt húsnæði 1982. Heilsugæslustöðin flytur í nýtt húsnæði við Ásheima árið 1987 en áður hafði hún verið á Sólvöllum og þjónað Eyrbekkingum í 40 ár. Nýja húsnæðið sem var í eigu Guðmundar M Einarssonar stendur þar sem áður var bærinn Vegamót. Dvalarheimilið Sólvellir tekið í notkun 1.nóv.1987 fyrir forgöngu Samtaka áhugamanna á Eyrarbakka um dvalarheimili, en sporgöngumaður þessara samtaka var Ási Markús Þórðarson. Sjóminjasafnið opnar formlega eftir miklar endurbætur 17.júní 1989 en Sjóminjasafnið var formlega stofnsett á sjómannadaginn 1986. Aðdragandi að stofnun safnsinns átti þó lengri sögu, eða frá árinu 1956 þegar Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Eyrarbakka vakti máls á þessu efni. Hann átti síðan mestan þátt í því að reisa safnið, en þar er merkastur gripa áraskipið Farsæll.
Útgerð og fiskvinnsla:
Ísfélagið kaupir fyrsta mótorbátinn sem kemur á Bakkann m/b Ingólf 6 tonna eikarbát árið1906. Þorleifur Guðmundson festir kaup á vörpuskipi 1910. Þetta ár gekk mikil síld inn í Eyrarbakkabugt og var talsvert veitt af henni af Eyrbekkingum og Stokkseyringum. Útgerðarfélagið Óðinn stofnað 1943. Árið 1943 var stofnað hlutafélag um um rekstur hraðfrystistöðvar, vinnsla hefst síðan í Hraðfrystistöðinni 4. maí árið 1944. Þann 16. desember 1944 var Útvegsmannafélag Eyrarbakka stofnað. Stjórn þess skipuðu útgeðarmennirnir: Magnús Magnússon í Laufási, formaður, Jóhann Bjarnason, ritari og Sveinn Árnason gjaldkeri. Humarveiðar hefjast á Eyrarbakka 1954. Árið eftir koma 14 Færeyingar til að manna Bakkabáta (1955). Fiskiver s/f. hefst handa við fiskvinnslu og útgerð 1964. Svo mikill fiskafli kom á land vorið 1969 að Stokkseyringar fengu aðstöðu í fangelsinu á Litla Hrauni fyrir söltunarstöð og voru fangarnir látnir vinna við söltunina. Þorlákur Helgi hf. (Síðar Einarshöfn hf.) byggir veiðafærageymslu og fiskvinnsluhús 1970 og sama ár leggja tveir Vestmannayjabátar upp á Eyrarbakka, Blátindur VE og Leo VE báðir um 100 tonna bátar. Álaborg ÁR kemur 1970 og er í eigu Fiskivers sf. Þetta ár eru einnig talsverðar hafnarframkvæmdir á Bakkanum þar sem unnið er við lengingu á bryggju, þá eru gerðir út 6 bátar frá Eyrarbakka. Einarshöfn hf. hefur útgerð og fiskvinnslu 1972. Vegna Vestmannaeyjagosins 1973 leggja fjórir Eyjabátar afla sinn upp í hraðfrystistöðinni á Eyrarbakka , Reynir VE 120 Ingólfur VE 216 Leo VE 400 og Guðmundur Tómasson VE 238. Hlutafélagið Árborg hf. stofnað með Stokkseyringum og Selfyssingum 1974. Félagið eignast skuttogarann Bjarna Herjólfsson ÁR-200 smíðaðan í Póllandi og kom hann til landsins í apríl 1977 og var skipið vígt með pompi og pragt og bundu menn miklar vonir með tilkomu þessa mikla skips. Skömmu síðar brast á mikið atvinnuleysi á Eyrarbakka og Stokkseyri þegar hraðfrystistöðvunum var lokað vegna hráefnisskorts m.a. vegna þess að Bjarni Herjólfsson sigldi með afla sinn erlendis. Árið 1978 var orðið tvísýnt með útgerð togarans vegna rekstrarörðuleika og um leið var rekstur Hraðfrystistöðvarinnar í molum svo til uppsagna kom og tímabundinar rekstrarstöðvunar en árið 1979 vænkaðist hagurinn nokkuð og góður afli barst á land en næstu ár áttu eftir að verða viðlíka erfið, því Bjarni Herjólfsson var þungur í skauti og sitthvað brást með þetta skip og þá brást vinna fólksins um leið. Að lokum endaði skipið á uppboði og misstu Eyrbekkingar þar sinn hlut, en þar tapaði Hraðfrystistöðin h/f 14. miljónum króna sem gerði endanlega út um rekstur þess. Saltfiskverkunarstöðvarnar Fiskiver og Einarshöfn h/f eflast og stækka árið 1981. Eyrbekkingar kaupa Otto Wathne NS-90, 150 tonna stálskip 1984. Hörður Jóhannsson setur upp litla fiskverkunarstöð 1985 þar sem allur fiskur er keyptur á markaði. Suðurvör hf í þorlákshöfn kaupir hraðfrystistöðina á Eyrarbakka og setur þar upp loðnufrystingu í febrúar 1987.(Suðurvör hafði verið með húsin á leigu frá árinu 1985 eftir að Hraðfrystistöðin hf. varð gjaldþrota). Bakkafiskur hf. útgerðarfélag stofnað 1987 kaupir húsakynni Suðurvarar hf. sem áður tilheyrðu Hraðfrystistöð Eyrarbakka og árið 1987-1990 starfa þar 50-60 manns. Í desember 1988 keypti Bakkafiskur 187tn. fiskibát Freyr Ár 170 (áður Arnfyrðingur) auk þess sem félagið gerir út bátana Stakkavík og Bjarnarvík sem áður voru í eigu Suðurvarar hf. Útgerðarfélagið Kór hf. stofnað í maí 1988 af Þórði Þórðarsyni útgerðarmanni og Sævari Sveinssyni skipstjóra og keypti félagið 200 tn. fiskibát Særún ÁR (áður Hrafn Sveinbjarnarson II)

Iðnaður og þjónusta:
Frá því um aldamótin var rekin járnsmíðavinnustofa í Regin,( Þetta er fyrsta húsið sem byggt var á steinsteyptum undirstöðum á Suðurlandi og jafnframt fyrsta húsið sem í var lögð vatnslögn.) þar var m.a. gert við vagnhjól og skilvindur. Frá 1910 ráku Loftur Bjarnason og Einar Jónsson þetta járnsmíðaverkstæði. Þá var Þorleifur Andrésson frá Bildsfelli með sementspípugerð í Mundakoti, en þær voru notaðar til skólplagna og skorsteinagerðar. Prentsmiðja Suðurlands var stofnuð á Eyrarbakka árið 1910 og var hún sett niður í Nýjabæ. Skipasmiðir voru margir á Bakkanum og má nefna þar til sögunar Bjarna Þorkelsson er hóf að smíða róðraskip á Eyrarbakka árið 1911. það sama ár var hér starfandi skíðasmiður Bjarni Vigfússon frá Lambastöðum og smíðaði hann skíði úr ask. Ísólfur Pálsson hóf að fjöldaframleiða netasteina úr steinsteypu 1912 og var það ný uppfinding. Trésmiðja Eyrarbakka stofnuð árið 1930 af þeim Vigfúsi Jónssyni og Bergsteini Sveinssyni í Brennu og var hún fyrsta vélvædda trésmiðjan austanfjalls. Þangskurður hefst á Eyrarbakka og Stokkseyri til þangmjölframleiðslu í verksmiðju sem reist hefur verið í Hveragerði 1939 og stendur sú vinsla til ársins 1941. Ný tilraun með þangmjölframleiðslu var gerð á Eyrarbakka árið 1959 en varð ekki varanleg, var þangið þá brætt í fiskimjölsverksmiðju sem Eyrbekkingar og Stokkseyringar höfðu reist sameginlega árið 1952. Nokkrar frekari ransóknir með þangvinslu í huga voru gerðar árið 1968. Plastiðjan hf. hefur rekstur 14.sept 1957 og veitti 20-30 manns atvinnu. Kaupfélag Árnessinga hóf stórgripaslátrun á Eyrarbakka haustið 1968. Plastiðjan hf.seld einkaaðilum 1972, þá rak Guðjón Öfjörð vélsmiðju á Eyrarbakka um svipað skeið. Alpan hf. stofnað til kaupa á pönnuverksmiðju frá danmörku. 1984 og starfa að jafnaði um 50 manns hjá fyrirtækinu. Kaffi Lefolii tekur til starfa 1994. og er í rekstri til 1999.

Menning:
Blaðið Suðurland hóf göngu sína á Eyrarbakka árið 1910 og tveim árum síðar hóf Jón Helgason prentari að gefa út Heimilisblaðið. Árin 1917-1918 var blaðið Þjóðólfur gefið út og prentað á Eyrarbakka, en þá var ritstjóri þess Gestur Einarsson frá Hæli. Þjóðólfur var áður eitt af Reykjavíkurblöðunum en lenti svo á flakki og um tíma árið 1919 var það gefið út í Haga í Sandvíkurhreppi og síðan á Selfossi.
Bókin "Í húsi nágungans" 1960 og "Staðir og stefnumót" kemur út 1968 eftir rithöfundinn Guðmund Daníelsson. Guðmundur var afkastamikill rithöfundur og gaf út fjölda bóka sem tengdust þorpunum við sjávarsíðuna. Frú Rut Moen síðar organisti Eyrarbakkakirkju þýðir þýska helgileikinn "Í Betlihem er barn oss fætt" yfir á Íslensku og færir Eyrarbakkakirkju að gjöf,sem síðan er færðu upp í kirkjunni í desember 1964 og er það fyrsti helgileikur sem fluttur er í tilefni jóla hér á landi. Jónsmessuhátíð sem tíðkaðist fyrr á öldinni sem leið endurvakin í fjörunni á Eyrarbakka árið 1998.


Eyrarbakkahreppur:
Pétur Guðmundsson oddviti til 1903. Guðmundur Ísleifsson oddviti 1903-1906. Eyrarbakkahreppur eignast jarðirnar Drepstokk og Óseyrarnes 1907. Guðmundur Jónsson (frá Hrauni í Ölfusi) oddviti 1907-1922. Bjarni Eggertsson oddviti 1922-1925. Jón Einarsson oddviti 1925-1928. Magnús Oddson oddviti 1928-1931. Sigurður Kristjánsson oddviti 1931-1942. Ólafur Helgason oddviti 1942-1946. Vigfús Jónsson kosinn oddviti á Eyrarbakka 1946-1970 lengst allra eða 24 ár. Óskar Magnússon oddviti 1970-1978. Eyrbekkingum fjölgar vegna Vestmannaeyjagosins 1973. Íbúar 560 árið 1975. Kjartan Guðjónsson oddviti 1978-1982. Magnús K Hannesson síðasti oddviti Eyrbekkinga frá 1982. Fuglafriðland sett á fót 1995. Eyrarbakkahreppur verður hluti af nýja sveitarfélaginu Árborg 1998. Leikskólinn Brimver stækkaður 1999.

Fólksfjöldi á Eyrarbakka:


712 íbúar 1.des 1900
716 íbúar 1.des 1902
703 íbúar 1.des 1905
730 íbúar 1.des 1910
750 íbúar 1.des 1911
837 íbúar 1.des 1920
770 íbúar 1.des 1924
737 íbúar 1.des 1925
553 íbúar 1.des 1938
575 íbúar 1.des 1939
603 íbúar 1.des 1940
507 íbúar 1.des 1953
461 íbúi 1.des 1963

Hamfarir:
Suðurlandskjálftar.6- 10 maí 1912 og kom hinn fyrri um kl. 6 að kveldi og stóð um hálfa mínútu, en ekkert tjón varð á Eyrarbakka utan sprúngu sem myndaðist í vegg á nýsteyptu húsi (Skjaldbreið). Síðari skjálftinn kom kl 5 þann 10 mái. Ofsaveður, varnargarðar brotna víða undan sjóganginum 9. febrúar 1913 Frostaveturinn mikli.Spænskaveikin 1918. Lognflóðið 21.janúar 1916, mikið tjón á sjógarðshleðslum. Stórsjór veldur tjóni á Sjógarðshleðslum 7.desember 1925 þá brotnaði einnig árabátur í sjóganginum. Sjávarflóð umflæðir Óseyrarnes 1926. Stormflóð brýtur sjógarð en lítið tjón á byggingum16.september og 19.nóvember. 1936. Þann 24. júní og 1. júlí 1944 gerði stórviðri sem olli skemdum á kartöflugörðum. Mikill snjóavetur og ófærð í janúar 1966 og í mars 1967 (Þá var Eyrarbakki á kafi í snjó þakinn ríflega tveggja metra háum sköflum.Ófærðin olli því að þorpsbúar urðu mjólkurlausir í nokkra daga). Aftakaveður 13.janúar 1975. Stórflóð og fárviðri 3. nóvember 1975 mikið tjón á fiskverkunarhúsum og bátum. Aðventuflóðið 1977. Sjógangur mikill en skemdir litlar 9.febr. 1982. Stórsjór gengur á land og flæðir inn í hús 14.desember Stormflóðið 9.janúar 1990.


Húsbrunar og slökkvistarf: Sölubúð Ingólfsfélagsinns brennur 1915. Læknishúsið brennur 1916. Slökkvilið Eyrarbakka kemur Selfyssingum til hjálpar þegar mikill eldur kemur upp í smiðjum Kaupfélags Árnesinga þann 17. janúar 1947. Bruni á Búðarstíg 1966, Íbúðarhús Sverris Bjarnfinnssonar brennur til kaldra kola, en mannbjörg varð, Slökkvilið Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss unnu að slökkvistarfinu. Veiðarfærageimsla Hraðfrystistöðvarinnar við Búðarstíg brennur 14.okt.1975,varð af því miljóna tjón. Bruni í Smiðshúsum 1.janúar 1980. Haustið 1987 verður stórbruni í Þorlákshöfn þegar saltfiskverkunarhús Meitilsins (í eigu KÁ og SÍS) brenna, en þau voru byggð að mestu úr efniviði þeim sem áður voru hinar sögufrægu Vesturbúðir á Eyrarbakka.

Nýjungar:
Ritsíminn opnar á Bakkanum 1909. Fréttablaðið Suðurland hefur göngu sína 13.júní 1910 og er blaðið gefið út af prentfélagi Árnesinga sem Oddur Oddson gullsmiður í Regin veitti formensku og er hann jafnframt fyrsti ritstjóri blaðsins. Skólaskoðun er framkvæmd í fyrsta skipti haustið 1914 af Konráði R Konráðsyni lækni og reyndust 80% barna vera með skemdar tennur.Veðurstofa Íslands tekur við veðurathugunum af dönsku veðurstofuni 1920 og er þá ráðin veðurathugunarmaður á Eyrarbakka Gísli Péturson læknir og hefur hann störf árið 1923, en fram að því hafði Peter Nielsen haft umsjón með veðurathugunum á Eyrarbakka fyrir dönsku veðurstofuna.
Kartöflurækt í stórum stíl hafin í Sandgræðslunni. Magnús Magnússon í Laufási og Sæmundur Þorláksson frá Hrauni eru brautryðjendur í vélvæðingu kartöfluframleiðslunnar. Búnaðarsambandið fær til umráða Fordson dráttarvél. Stærri vélbátar koma til sögunar 1930 12-17 tonna. Ræktun trjá og blómagarðs í Eimu 1931. Kornrækt hafin 1935. Fyrsta kvikmyndasýningin í Fjölni á Eyrarbakka 1942 Humarveiðar hefjast í fyrsta skipti 1954. Fastar kvikmyndasýningar hefjast í Fjölni 1958. Sjónvarpstæki kemur á Bakkann 1964 Sjónvörpum tekur fljótt að fjölga, en menn gera sér Kanasjónvarpið að góðu þar til útsending Ríkissjónvarpsins sést loks á Bakkanum í janúar 1966. Ljóskross settur á kirkjuna í stað vindhanans 1966 Hreppurinn stendur fyrir unglingavinnu í fyrsta sinn sumarið 1969, sama ár vinna fangar á Litla Hrauni við framleiðslu netasteina til útflutnings,sem er nýmæli hér á landi. Vökvunarkerfi sett upp í kartöflugarði 1969. Barnaskólin á Eyrarbakka fær tölvur til afnota 1988 en félög og fyrirtæki á Eyrarbakka söfnuðu fé til kaupana.

Löggæsla: Hreppstjórar voru umboðsmenn sýslumanna og fóru með löggæslu þar til lögregluembætti var stofnað í Árnessýslu.

Samgöngur:
Bifreiðastöðin Steindór hefur áætlunarferðir frá Reykjavík til Eyrarbakka og Stokkseyrar 1924


Afskriftir:
Lögferja í Óseyrarnesi aflögð 1931. Stórbýlið og prestsetrið Stóra- Hraun rifið og jafnað við jörðu 1937. Héraðslæknirinn flytur á Selfoss 1944. Kaupfélag Árnesinga lætur rífa dönsku verslunarhúsin 1950 og flytja efnið til byggingar í Þorlákshöfn (Þau hús brunnu 1987) . Iðnskóli á Eyrarbakka aflagður 1951. Engjaheyskapur leggst af 1970. Síðasta kvikmyndasýningin í Fjölni 17. júní 1972. Fjölnir rifinn1972.
Úr ýmsum áttum: Túnfiskur fannst við Eyrarbakka 1904. Árið 1914 stofnaði P. Níelsen, fyrverandi verslunarstjóri á Eyrarbakka dánarminningasjóðinn "Vinaminni". Hinn fyrsti, sem gefnar voru minningargjafir um í sjóðinn, var hinn kunni sagnaþulur Brynjólfur Jónsson frá Minna- Núpi. Sjóðnum var ætlað að styrkja fátæka sjúklinga í hreppnum. Árið 1945 fjölgar villtum minnkum verulega við Eyrarbakka, en áður hefur orðið vart við minnka á þessum slóðum um langt skeið. Árið 1947 gaf Eyrarbakkafélagið í Reykjavík pípuorgel til Eyrarbakkakirkju. Það var vígt sunnudaginn 7. nóvember 1948. Maríus Ólafsson var þá formaður Eyrarbakkafélagsins.Orgelið var smíðað í Walker orgelsmiðjunni í Bretlandi.

2000-2009
Fólksfjöldi á Eyrarbakka:
577 íbúar í des. 2003
580 íbúar í nóv. 2005
595 íbúar í okt. 2007
608 íbúar í feb. 2008

Framkvæmdir:
Endurbætur hefjast á Miklagarði. Rauða Húsið flytur þangað starfsemi sína 2005 Sjálvirk veðurstöð sett upp 2005. Gatna og lóðaframkvæmdir við Hulduhóla 2006 Sparkvöllur byggður 2007. Byggt við Sólvelli, dvalarheimili aldraðra 2008. Sama ár eru miklar endurbætur á gömlu Hraðfrystistöðinni þar sem Gónhóll er nú til húsa.


Veslun og þjónusta:
Landsbankinn lokar útibúi sínu á Eyrarbakka 2001. Síðasta matvöruverslunin lokar á Eyrarbakka 2002. Símstöðin lokar 2002 Íslandspóstur lokar afgreiðslu sinni 2007
Ný verslun Merkisteinn sett á fót 2007 þar sem verslunin Ásinn var áður en hættir rekstri ári seinna. Vesturbúðin sett á stofn á sama stað vorið 2009.

Iðnaður og fiskvinnsla:
Alpan hf flutt til Rúmeníu 2006 Ísfold hættir rekstri 2006 Fiskiver lokar 2006. Handverk hafa nokkrir stundað í litlum mæli. Nokkrir trésmiðir eru starfandi í þorpinu.

Stofnanir:
Hugmyndir uppi um að núverandi húsnæði barnaskólans muni hýsa skólasögusafn þegar nýtt húsnæði fyrir skólann hefur verið byggt. Byggingu nýs skóla var frestað um óákveðinn tíma vegna kreppunar sem hófst haustið 2008.

Menning:
Árni Valdimarsson stofnar Gallerí Gónhól í gamla frystihúsinu 2008. Aldamótahátið haldinn sumarið 2009 í fyrsta sinn fyrir tilstilli ferðaþjónustuaðila á Eyrarbakka, auk fastra liða svo sem Vor í Árborg og Jónsmessuhátíð.

Nýmæli:
Frðrik Erlingsson stóð fyrir hátíðinni "Vorskipið kemur" og skapaði 19.aldar stemmingu á Eyrarbakka og Stokkseyri 2007. Tilraun með ókeypis strætisvagnaferðir í Árborg hefjast 23.janúar 2008.

Heimildir m.a. Saga Eyrarbakka, Saga Stokkseyrar, Austantórur, Héraðsblaðið Suðurland og önnur helstu dagblöð fyrri tíma auk minnisbóka Sig And. Þessi annáll var áður á vefsíðunni brim.123.is/

Efnisorð: ,